Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á fyrstu hæð hússins fá fuglar náttúrugripasafnsins að njóta sín á sýningunni Ævintýri fuglanna.
Á fyrstu hæð hússins fá fuglar náttúrugripasafnsins að njóta sín á sýningunni Ævintýri fuglanna.
Líf og starf 17. október 2022

Safnahús Borgarfjarðar

Höfundur: Þórunn Kjartansdóttir

Í Safnahúsi Borgarfjarðar er að finna fimm söfn og er samvinna á milli þeirra mikil.

Auk Héraðsskjalasafns og Héraðsbókasafns heyrir undir Safnahúsið: Byggðasafn Borgarfjarðar, náttúrugripasafn og listasafn. Stofnun þessar safna var á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og voru það hinir ýmsu hugsjónamenn og félagasamtök sem komu þessum þremur síðastnefndu söfnum á koppinn. Safneignin er mikil og eru vel yfir 10.000 skráðir gripir hjá byggðasafninu, 700 listaverk í eigu listasafnsins og um 360 uppstoppaðir fuglar náttúrugripasafnsins og þó nokkurt safn mismunandi steintegunda og fleiru sem tengist flóru og fánu íslenskrar náttúru. Stór hluti af starfsemi safns með svo fjölbreyttan safnkost fer í að hlúa að munum og búa þeim sem bestu varðveisluskilyrði miðað við þær aðstæður sem eru í boði hverju sinni, til að menningararfurinn geti færst á milli kynslóða í sem bestu ástandi, en á því sviði má alltaf gera betur og mikilvægt að vera vakandi fyrir því við hvaða skilyrði safnmunir eru geymdir og sýndir.

Hlutverk Safnahússins er margþætt og eitt þeirra er að vera miðstöð menningar og fræða fyrir nærsamfélagið, skóla en líka áningarstaður fyrir þá sem heimsækja Borgarbyggð. Á fyrstu hæð hússins fá fuglar náttúrugripasafnsins að njóta sín á sýningunni Ævintýri fuglanna sem hönnuð er af lista- og handverksmanninum Snorra Frey Hilmarssyni og opnuð var árið 2013. Á sömu hæð er hægt að gægjast inn í baðstofuna á Úlfsstöðum í Hálsasveit en hún var tekin þaðan niður og flutt til varðveislu árið 1974 og endurbyggð inni í safninu árið 2008. Þessa dagana stendur yfir hugmyndavinna að gerð sýningar, til að gera baðstofunni og þeim safngripum sem tengjast baðstofutímabilinu góð skil á Byggðasafninu.

Á annarri hæð Safnahússins er Hallsteinssalur sem nefndur er eftir Hallsteini Sveinssyni frá Eskiholti en hann gaf íbúum Borgarness mikið magn listaverka sem var tilefni þess að listasafnið var stofnað. Listasalurinn er hugsaður til að miðla list þess listafólk sem tengist héraðinu og auðvitað safnkostinum sjálfum. Þar er nú að ljúka listasýningu þriggja ættliða, Móðir, kona, meyja, sem Svanheiður Ingimundardóttir er sýningarstjóri að. Núna í október kemur síðan yfirlitssýning Ásu Ólafsdóttur á verkum sínum þar sem textíllistaverk eru í forgrunni.

Núna í haust var opnuð sýning um réttir og göngur í alrými hússins sem var samvinnuverkefni allra safna Safnahússins. Kallað var eftir ljósmyndum frá íbúum sem teknar væru í réttum eða við smalamennskur í héraðinu, bæði gömlum og nýjum. Prýða þær nú veggi safnsins auk muna sem tengjast smölun, skjölum af Skjalasafninu á tilhögun fjallskila, fjallskilaseðlar og markaskrár.

Sýningin mun standa út október og er öllum opin. Það er ómetanlegt fyrir safnastarf að vera í góðum tengslum við nærsamfélagið og íbúa og í raun grundvöllur starfseminnar, á haustin er í Borgarbyggð eins og á svo mörgum svæðum hér á landi sauðkindin í sviðsljósinu og réttað víða um héraðið. Sýningin er liður í að fanga þann raunveruleika og mannlíf sem tengist smölun og réttum og þeirri gleði sem þessum haustverkum oft fylgir.

Safnhúsið er opið sex daga vikunnar, hægt er að sjá opnunartímann á vef safnsins, safnahus.is

Skylt efni: söfnin í landinu

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...