Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Um 100 ára gömul mynd af Klængshólsrétt, inni í Skíðadal.
Um 100 ára gömul mynd af Klængshólsrétt, inni í Skíðadal.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 29. maí 2024

Saga rétta og gangna skrásett

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í undirbúningi er ritun sögu rétta og gangna í Dalvíkurbyggð síðustu 100 ára.

Jón Þórarinsson á Hnjúki hafði forgöngu um verkefnið og segir hann að hugmyndin sé í raun að bjarga menningarverðmætum með ritun þessarar sögu.

Hann segir að fjöldi rétta á því svæði sem sveitarfélagið nær yfir hafi ekki verið undir 50 árið 1950 þá sé ótalið kvíar, sel og stekkir.

„Núna eru þær fimmtán sem eftir eru. En við viljum fá upplýsingar um allar réttir sem hafa einhvern tímann verið notaðar og myndefni líka. Ætlunin er að gera þessu öllu eins nákvæm skil og hægt er í væntanlegu riti.

Í Dalvíkurbyggð eru þrjár fjallskiladeildir sem haldist hafa óbreyttar frá sameiningu sveitarfélaganna 1998, það er Dalvíkur, Svarfaðardals og Árskógsstrandar,“ segir Jón.

Í ritnefnd með honum eru Daníel Hansen, sem mun skrifa bókina, Vignir Sveinsson frá Þverá og Sveinn Jónsson.

Ritnefndin; Jón Þórarinsson á Hnjúki, Daníel Hansen, sem mun skrifa bókina, Vignir Sveinsson frá Þverá og Sveinn JónssonfráKálfsskinni. Mynd/Albert–DBblaðiðíDalvíkurbyggð.

Skylt efni: Dalvíkurbyggð

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...