Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tilgangur sýningarinnar er að vekja áhuga fólks á saumaskap og mikilvægi þessa hluta menningararfsins.
Tilgangur sýningarinnar er að vekja áhuga fólks á saumaskap og mikilvægi þessa hluta menningararfsins.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 28. september 2022

Saumaskapur unninn með nál hafinn til vegs og virðingar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Margt verður til í kvenna höndum er nafn á sýningu í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð sem kvenfélagið Eining stendur fyrir.

Mikið af munum hafa safnast á sýningu með alls konar saumaskap, eins og dúkar, púðar, myndir, fatnaður, skólahandavinna og margt, margt fleira. „Við í Kvenfélaginu Einingu ákváðum á vorfundinum okkar að nú skyldi hefja saumaskap til vegs og virðingar og halda veglega sýningu á saumi,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður kvenfélagsins, „og við ákváðum að einskorða sýninguna við handavinnu, sem unnin er með nál.“

Prjónaðar nærbuxur ekki þægilegar

Margrét segir að þegar kvenfélagskonurnar fóru að vinna með hugmyndina sáu þær strax hversu víða nálin kemur við sögu í lífi okkar allra.  „Án nálar væru til dæmis fötin okkar sennilega öll ýmist hekluð eða prjónuð, sem er ágætt í sumum tilvikum, en prjónaðar nærbuxur væru kannski ekki svo þægilegar. Hvernig hefðu formæður okkar getað stoppað í sokka án nálar eða bara saumað sláturkeppi?“ segir Margrét hlæjandi.

„Tilgangur sýningarinnar er fyrst og fremst að reyna að vekja áhuga fólks á saumaskap og mikilvægi þess að halda í þennan hluta menningararfs okkar,“ bætir Margrét við.

Félagsheimilið Goðalandi

Sýningin verður í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð og stendur frá 24. september til 9. október. Hún er opin frá 12 til 18 laugardaga og sunnudaga. Auk þess sem tekið verður á móti hópum á virkum dögum. Aðgangur er ókeypis.

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...