Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hópmynd af þátttakendum í TreProx sem haldið var í Smálöndum Svíþjóðar fyrr í sumar.
Hópmynd af þátttakendum í TreProx sem haldið var í Smálöndum Svíþjóðar fyrr í sumar.
Mynd / HGS
Líf og starf 4. október 2022

Séð og heyrt um við

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson

Þátttakendur í námskeiði á mati viðargæða (TroProX) frá Íslandi, Danmörku og Svíþjóð viðuðu að sér þekkingu Svía fyrr í sumar.

Dan Johansson, skógarbóndi og ráðgjafi, deildi úr viskubrunni sínum þegar kom að sögun trjáa til að ná fram mestum verðmætum út úr bolnum.

Nytjar íslensks viðar hafa færst í vöxt undanfarin ár. Skógarauðlindin dafnar sem aldrei fyrr enda vaxa okkar tré með sama hraða og á sömu breiddargráðu í Skandinavíu. En það er ekki nóg með það. Viðargæði íslensks viðar eru hreinasta afbragð.

TreProX er heiti á evrópsku samstarfsverkefni þriggja norrænna háskóla og er styrkt af Erasmus+. Verkefnið felur í sér að nemendur frá vinaþjóðunum Íslandi, Danmörku og Svíþjóð, hittast í þrígang og læra mat og meðferð viðar.
TreProX er frábært tæki­ færi fyrir skógarbændur, starfsfólk Skógræktarinnar og skógræktarfélaga um land allt, tækifæri til að fara utan og kynnast á eigin skinni hvernig alvöru viðarvinnsla í víðum skilningi fer fram og um leið að kynnast kollegum og rækta vinskap.

Við Linné háskólann í Vexjö er eitt tæknilegasta mælitæki veraldar í burðarþoli að finna. Um þessar mundir er krosslímt timbur (CLT) mikið notað í byggingar. Þetta mælitæki er notað til að betrumbæta þá tækni enn meira. Á myndinni eru prófessor Harald Sall og Andreas Alrutz sem er yfirhönnuður græjunnar.

Fjörutíu þátttakendur frá Íslandi

Í fyrrahaust hittist hópur rúmlega fjörutíu þátttakenda í fyrsta skiptið á Íslandi og var gert út frá Hvanneyri og Reykjum við Hveragerði. Um mánaðamótin maí­júní í ár hittist hópurinn aftur í vikutíma í Smálöndum Svíþjóðar. Farið var gaumgæfilega yfir viðarvinnslu á flestum stigum.

Skógarbóndinn Frederik Gustavsson rekur litla sögunarmyllu heima á sínum bæ. Þarna er að finna stórviðarsög, heimagerðan þurrkklefa, tréverkstæði, ýmsar gerðir skógarhöggsvéla og nokkuð mikið af viðarstæðum.

„Skógrækt“ er orð sem felur í sér að gefa skóginum athygli frá fyrsta degi til þess síðasta. Markmið ræktunarinnar geta verið misjöfn en oftar en ekki getur ein og sama ræktunin haft mörg markmið. Það er til dæmis afar göfugt að rækta skóg þar sem tré binda kolefni, eru aðgengileg til útivistar, eru skjól fyrir beitardýr og eru um leið að framleiða nytjavið. En þegar markmiðið er nytjaviður þarf að huga að vali á trjátegundum og kvæmum við upphaf ræktunarinnar, snyrta trén á uppvaxtarárum þeirra, gæta þess að þau fái viðeigandi vaxtarrými með grisjun, taka neðstu greinarnar af trjánum þegar það á við og svo fram eftir götunum. Þetta er liður í að rækta nytjaskóg.

Á árum áður þótti ágætt að rjóðurfella skóga á þeim aldri þegar bolir trjánna voru hentugir fyrir sögunarmyllur. Sú aðferð tíðkast víða en er á undanhaldi. Nú er síþekjuskógrækt mjög vinsæl, ef svo má segja. Þá er inngrip í skóginn örar en færri tré felld í senn. Skógurinn er ekki felldur í einu lagi heldur einungis valin tré úr skóginum á um það bil fimm ára fresti. Þetta þykir flóknara en þegar hvert einasta tré er fellt eins og í rjóðurfellingu. Þetta þýðir að skógarvörðurinn, sá sem annast skóginn, verður að hafa gott auga fyrir viðargæðum og stöðunni á markaðnum um leið. Eftirspurn á viði getur verið misjöfn á milli ára.

Grisjun

Að ýmsu er að hyggja. Við grisjun verður að gæta að aðbúnaði starfsmanna og ekki síður vistkerfisþætti skóganna þó svo að megintilgangurinn sé að fella tré. Þegar tré eru felld þarf að huga að gæðum trjánna og að trjábolirnir séu sagaðir í lengdir eftir nýtingamöguleikum. Tré geta auðveldlega verið 30 metra há og er óskastaðan sú að neðsti hluti bolsins fari í fyrsta flokk, næsti í annan flokk og loks fer efsti hlutinn (toppurinn) í pappamassa eða til kyndingar. Þetta er þó ekki svona einfalt þegar kemur að því að velja tré til að fella.

„Að meta tré getur verið flókið, en eins og með flest annað skiptir miklu máli að flækja ekki málin of mikið.“ Þetta sagði Andreas Arvindssson, sérfræðingur hjá Biomeria. Á lyftaranum situr Jonas Nillsson, prófessor við Linné-háskóla.

Þegar búið er að koma bolunum úr skóginum alla leið í sögunarmylluna þarf að meta hvern einasta bol nánar út frá gæðum. Bolirnir eru flokkaðir eftir 5 stigum. Mat við hvern bol getur verið af ýmsu tagi svo sem: hvernig liggja kvistir í bolnum, af hvaða gerð eru kvistirnir, eru árhringirnir jafnir, eru sjáanlegir skaðar og svo framvegis. Eftir að bolurinn er metinn þarf að ákveða sögunaraðferð við bolinn til að ná fram mestu og verðmætustu viðarnýtingunni. Það væri t.d. hægt að ná planka, stöku fjölum og nokkrum lektum út úr einum bol. Allur viður er nýttur. Við sögunarferlið í viðarvinnslum, stórum sem smáum, fellur til ofboðslegt magn af afsagi og sagi. Það er kurlað og nýtt til hitunar eða í pappírsframleiðslu.

Aðallega vatn

Tré er að miklu leyti vatn. Þegar timbur þornar tekur það yfirleitt á sig nýja mynd. Það er mikil kúnst að þurrka við. Í viðarvinnslum eru þurrkklefarnir risastór gímöld; byggingar á stærð við stærstu íþróttahús. Hér verður ekki farið nánar í þurrkun viðar því þau fræði ein og sér eru mikil og nokkuð sérhæfð.

Eftirspurn hverju sinni getur haft mikið að gera með val meðferðar. Sem dæmi um við með sérstaka eiginleika er gluggaviður. Þar þarf sérstaklega að vanda til verks. Viður er enn í dag eitt eftirsóttasta byggingarefni fyrir glugga þrátt fyrir alla þá málma og plastefni sem eru í boði. Góður viður í glugga þarf að hafa jafna, þétta og beina áhringi og vera kvistlaus.

Stór stétt

Að mörgu er að hyggja við viðarframleiðslu. Viður er það hráefni sem stöðugt þarf að vera framboð á. Timburgeirinn er stór og fjölmenn stétt um allan heim. Skógrækt ein og sér er fjölmenn en afleidd störf út frá vinnslu í skógum og á viði eru óteljandi. Með stækkaðri skógarauðlind Íslendinga verða til enn fleiri spennandi atvinnutækifæri. Með síbreytilegu loftslagi og óútreiknanlegum ákvörðunum áhrifaríkra stjórnvalda er erfitt að fullyrða um framtíðina. Með aukinni skógrækt verðum við vonandi einn daginn sjálfum okkur næg um timbur. Það er veigamikill liður í að gera Ísland sjálfbært.

Frekari upplýsingar, svo sem myndbönd, um viðargæði og námskeiðið TreProX, er hægt að nálgast á treprox.eu og víðar.

Skylt efni: viðarnytjar

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...