Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigggróni múrarinn
Líf og starf 11. nóvember 2022

Sigggróni múrarinn

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Hann stendur í gættinni, dökkhærður með skeggrót og bros sem bræðir. Komdu sæl, segir hann og réttir fram höndina.

Karlmannleg snerting hrjúfrar handar hans fær mig til að kikna í hnjánum og ég lít undan. Hann sleppir ekki. Hvernig get ég aðstoðað þig segir hann djúpri röddu sem fær mig til að missa næstum stjórn á mér. Bara röddin hefur æsandi áhrif á mig. Ég sé glytta í dökk bringuhár og sterklega fætur ... sigggróin hné... ég lít upp og sé að hann glottir. Grípur um mittið á mér og stígur nokkur dansspor. Hann er múrari. Maður líkamlegra verka og það fer ekki framhjá mér ...

(Þetta er brot úr ástarsögunni, Óvænt kynni, sem var fyrst gefin út í kringum 1976-77).

Sá sem umvefur þig og verndar

Jú, dökkhærðir karlmenn sem kunna til verka eru kynþokkafullir. Skeggrót og hrjúfar hendur að sama skapi, falleg rödd og bros. En hvers vegna hrjúfar hendur? ....Sigg?

Samkvæmt fjölmörgum könnunum sem gerðar hafa verið af bandarískum sálfræðingum kom í ljós að sigggrónar hendur (ekki var fjallað sérstaklega um hné) voru hátt á lista hjá kven- peningnum yfir þætti sem þykja kynþokkafullir í fari karlmanna. Þá oft nefnd sem gróf mótsögn við snertingu mýkri húð kvenna.

Þær sem upplifðu faðm slíkra manna nefndu að þær finndu þar vernd – þetta væru menn sem hikuðu ekki við að veita þeim öryggi.

Í viðtölum við iðnaðarmenn sem báru sigg á líkamanum voru þeir flestir jákvæðir í garð þess, enda sá tími liðinn að blöðrur eða sár mynduðust við vinnu og myndun harðari húðar hlífði þannig álagspunktum. En svo voru nokkrir sem voru ekki eins sáttir og af þeim þó nokkrir sem lögðu mikinn metnað í að velja sér handkrem við hæfi. Vildu mýkri hendur þó ástæða þess væri ekki alltaf sú sama. Hér á eftir eru því listuð upp þrjú vinsælustu kremin, kostir þeirra og gallar.

Working Hands undir merkjum O ́Keeffes‘s
Krem eitt

Hæst á lista er kremið Working Hands undir merkjum O ́Keeffes‘s. O ́Keeffes‘s er eitt þessara vörumerkja sem hefur verið inni á heimilum almennings Bandaríkjanna hvað lengst og á sér afar stóran aðdáendahóp.

Upphaflega var kremið hrært saman af lyfjafræðingi að nafni Tara O’Keeffe, en hún ætlaði útkomuna föður sínum sem starfaði sem nautgripabóndi og hafði bæði grófar og þurrar hendur sem sprungu gjarnan við vinnu.

Áferð kremsins hefur verði lýst sem kalkkenndri, næstum á borð við tannkrem – og getur sviðið undan ef það kemst í snertingu við opin sár. Notendum er þó bent á að hætta ekki notkun þess því gríðarlegur árangur mun koma í ljós eftir um það bil viku, eða mun hraðar en þegar um ræðir önnur krem. Skemmst er frá því að segja að þarna er eitt besta krem sem talið er fyrirfinnast.

Kostir: Áreiðanlegt vörumerki sem hefur staðist tímans tönn, skjótfeng virkni auk þess sem um ræðir blöndu af rakaefnum og efnum sem þekja vel og halda rakanum inni.Yfirgæfandi vinsældir og ánægja með vöruna. Samkvæmt fjölmörgum rannsóknum hefur enginn annar handáburður hlotið jafn yfirgnæfandi jákvæða dóma.

Gallar: Áferðin sérkennileg og óþægileg til að byrja með og einungis ætlað þeim með allra sigggrónustu hendurnar. Verður of yfirdrifið fyrir þá sem þjást aðeins af örlitlum handþurrki.

Jack Black.
Krem tvö

Krem númer tvö á lista ber af einhverjum ástæðum nafnið Jack Black. Líkt og leikarinn. Vilja einhverjir meina að þarna fari lúxusvörumerki og markhópur þess sé hinn sterklegi og grófi einstaklingur líkamlegrar vinnu, sem vill fara mjúkum höndum um maka sinn. Innihaldslýsing tekur reyndar sérstaklega fram að þarna sé um áburð að ræða sem einnig megi nýta á olnboga og hné... svona fyrir þá sem bera þess háttar álagsbletti. Eucalyptus* lykt er af áburðinum og þegar hann er borinn á þarf að bíða í heilar fimm mínútur þar til hann hefur komist fyrir neðan efsta húðlagið. Þegar sá áfangi hefur tekist, er húðin þurr í stað þess að vera fitug eða sleip eins og oft á við þegar krem er borið á.

Kostir: Nærir húðina djúpt og vel án þess að skilja eftir óþægilega áferð, lúxusvara karlmannsins sem vill bjóða upp á mýkri hlið. Ilmar vel (fyrir þá sem kunna vel við ilm eucalyptus trésins) og virkar jafn vel á alla álagsbletti líkamans.

Gallar: Ilmar ... ef til vill ekki ilmur sem allir kunna jafn vel við og hefur ekki þá þykku mjúka áferð sem einkennir flest krem.

AHAVA
Krem þrjú

Kremið sem er í þriðja sætinu ber nafnið AHAVA og er stútfullt af náttúrulegum efnum sem er þekkt fyrir að hafa afar góð áhrif á húðina. Ber þar hæst witch hazel, eða á íslenskunni nornahesli, glýserín auk blöndu steinefna úr Dauðahafinu. Kremið, svo og aðrar vörur þessa merkis, eru einnig vegan, parabenalausar, þalötlausar og húðfræðilega prófaðar og samþykktar fyrir viðkvæma húð.

Handkremið er því eitt hið allra besta fyrir bæði heiminn og þá sem í honum eru. Til viðbótar má nefna að það djúpnærir hratt og örugglega auk þess að einungis þarf að bera örlítið magn á hendurnar til þess. Ein túpa af kremi endist því lengi.

Kostir: Náttúrulegt og þykir gott fyrir viðkvæmar hendur auk þess að vera afar drjúgt.

Gallar: Innihaldsefnin, þá helst nornaheslið, geta valdið ofnæmisviðbrögðum hjá fólki og því mikilvægt að lesa vel hvað stendur á umbúðunum.

Að lokum

Niðurstöðurnar eru án efa þær að til eru lausnir fyrir þá kynþokkafullu iðnaðarmenn sem kjósa að mýkja sig aðeins upp að utanverðu, ef til vill í samræmi við þeirra innri mann. Gott er að prófa sig áfram og hafa ber í huga að eitt er ekki allra.

*(ísl. tröllaviður)

Skylt efni: tíska

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...