Skákþrautir á netinu
Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á netinu.
Þær skipta líklega tugum milljóna á ótal vefsíðum. Langoftast eru þær á þá leið að annaðhvort hvítur eða svartur á leik og á að geta mátað í 2–4 leikjum. Stundum er lausnin ekki á þann veg að skákin endi með máti, heldur næst fram liðsvinningar hjá andstæðingnum, sem ætti að leiða til sigurs síðar í skákinni.
Styrkleiki þrautanna er misjafn. Sumar þeirra eru „léttar“ en aðrar teljast í þyngri kantinum og svo eru mjög erfiðar þrautir til, sem jafnvel sterkir skákmenn eiga í erfiðleikum með að leysa. Mjög algengt er að upphafsstaðan í skákþrautum sé á þann veg að sá sem á að vinna skákina (þrautina) er með tapaða stöðu á borðinu og jafnvel þannig að andstæðingurinn eigi mát í einum leik. Mjög algengt er að fórn á manni í fyrsta leik sé rétta lausnin og jafnvel þó svo að það sé drottning.
Þrautin í dag telst vera í léttari kantinum og dæmigerð þraut þar sem hvítur á leik og mátar í þremur leikjum.
Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.