Skemmtileg fjárlitasýning í Árbæjarhjáleigu
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjöldi manns mætti á bæinn Árbæjarhjáleigu í Holtum sunnudaginn 6. október þar sem árleg litasýning fjárræktarfélagsins Lits fór fram.
Á sýninguna koma bændur með fallegustu lömbin sín til dóms, auk þess sem litfegursta lamb sýningarinnar var valið af áhorfendum og falleg gimbur var boðin upp. Magnús Hlynur Hreiðarsson lét sig ekki vanta á sýninguna og tók meðfylgjandi myndir.
Starfsmenn fjárlitasýningarinnar, frá vinstri, Jón Vilmundarson, Skeiðháholti (dómari), Hulda Brynjólfsdóttir, Tyrfingsstöðum (hún valdi bestu ullina) og Guðlaugur H, Kristmundsson, Lækjarbotnum og formaður Lits, sem sá um að afhenda verðlaunin.