Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jón Kristófer og nemendur í tilraunahúsinu.
Jón Kristófer og nemendur í tilraunahúsinu.
Líf og starf 25. febrúar 2020

Skemmtilegt starfsnám við Garðyrkjuskólann

Höfundur: Nemendur Garðyrkjuskóans

Nú þegar líða fer að vori eru margir byrjaðir að hlakka til betri tíma eftir rysjóttan vetur og þá sérstaklega við garðyrkjunemar sem sjáum sumarið í hillingum. En þó eru líka blendnar tilfinningar í gangi, við erum nefnilega mörg sem klárum námið okkar í vor og útskrifumst.

Við staðarnemar við Garð­yrkjuskólann sem byrjuðum í námi haustið 2018 og erum að útskrifast í vor kveðjum skólann með trega. Þessi tími á Reykjum er búinn að vera æðislegur. Námið er ótrúlega gefandi og skemmtilegt og vilja kennarar og starfsfólk skólans allt fyrir mann gera. Auk þess er andrúmsloftið í skólanum svo nærandi, enda erum við umvafin plöntum alla daga.

Fjölbreytt nám

Námsbrautirnar eru margvís­legar og fjölbreyttar en flestir læra sama grunninn. Á ylræktarbraut er kennt allt um gróðurhús og ræktun í þeim, hvort sem það er grænmeti, pottaplöntur eða afskorin blóm. Lífræna brautin veitir mikla innsýn í lífræna framleiðslu, hvernig skuli staðið að henni og hvaða reglum ber að fylgja en þar eru mikil sóknarfæri. Garð- og skógarplöntubraut kennir allt um framleiðslu plantna og almenna garðyrkjufræði. Á blómaskreytingabraut er kennt hvernig eigi að hugsa um afskorin blóm og greinar og búa til skreytingar fyrir öll tilefni, eins og jarðarfarir, fermingar og brúðkaup. Á skógræktarbrautinni er kennt allt um skógrækt, vistfræði, umhverfisfræði og þess háttar.

Skrúðgarðyrkjubrautin kennir hellulögn, viðhald lóða, útplöntun og fleira og er það lögfest iðngrein sem lýkur með sveinsprófi.

Fjölbreytt félagslíf

Félagslífið er fjölbreytt og kynnast bæði staðarnemar og fjarnemar. Eitt stærsta félagsstarfið er þegar nemendur fá þann heiður að sjá um skipulagningu sumardagsins fyrsta en þá er mikil hátíð á Reykjum þar sem almenningi er boðið að kynnast starfinu þar. Allur ágóði dagsins fer í utanlandsferð nemenda að hausti og er það meiri háttar ferðalag sem við getum heilshugar mælt með. Allt sem við höfum lært í skólanum er afar gagnlegt og hefði okkur ekki órað fyrir því hvað við myndum læra mikið á stuttum tíma.

Fjölbreytt tækifæri

Atvinnutækifærin eru mörg að námi loknu og hlökkum við til framtíðarinnar á vinnumarkaði. Það að vinna við garðyrkju heldur manni ávallt ferskum því umhverfið er svo skapandi og fjölbreytt frá degi til dags.

Við viljum nýta tækifærið og þakka samnemendum og kennurum fyrir dásamlegan tíma og bjóða nýja nemendur velkomna í skólann í vor. Þið eigið svo sannarlega góða tíma í vændum.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...