Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skógardagur Norðurlands
Líf og starf 17. júlí 2014

Skógardagur Norðurlands

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fyrsti Skógardagur Norðurlands svar haldinn var í Kjarnaskógi á Akureyri nýlega. Að deginum stóðu Norðurlandsskógar, Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag Eyfirðinga, Félag skógarbænda á Norðurlandi, Skógfræðingafélag Íslands og gróðrarstöðin Sólskógar.

Boðið var upp á leiksýningu, gestir gátu fylgst með skógarhöggi og þá var sýning sem nefnist Frá fræi til fullunninnar vöru þar sem sýnd voru fræ nokkurra trjátegunda og trjáplöntur tilbúnar til gróðursetningar ásamt ýmsum öðrum plöntum.

Skógarvélasýning var einnig á dagskrá, en m.a. var sýnt hvernig timburvagn Skógræktarfélags Eyfirðinga er notaður til að flytja trjáboli úr skógi, eldiviðarvél sem bútar og klýfur eldiviðarefni, flettisög og stauravél.
Teflt var í skóginum og einnig var þar ratleikur.

Ketilkaffi var hitað yfir eldi, steiktar lummur og poppað í forláta pönnu en einnig var hægt að vefja gerdeigi um grein og baka yfir eldi og féll það vel í kramið hjá yngstu kynslóðinni.

Stefnt er að því að halda þennan viðburð aftur að ári. 

5 myndir:

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...

Baldur Högni
Líf og starf 4. desember 2024

Baldur Högni

Nafn: Baldur Högni Benediktsson.

Tildra
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni mi...

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur ...

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...