Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skriðuföll, fárviðri og farskóli
Líf og starf 13. júlí 2022

Skriðuföll, fárviðri og farskóli

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýlega kom fyrir sjónir fólks tímaritið Heimaslóð sem gefið er út af Sögufélagi Hörgársveitar.

Þar birtist fjölbreytt efni sem á það sameiginlegt að tengjast sveitinni á einhvern hátt, bæði sögu þess og náttúru. Í ítarlegri grein er fjallað um skriðuföll í Hörgárdal árið 1390 sem hugsanlega urðu þess valdandi að hinn forni verslunarstaður að Gásum lagðist af. Sagt er frá einu af mörgum fárviðrum sem geisað hafa í Barkárdal í gegnum árin og í annarri grein eru veðurlýsingar og myndir af flóðum í ám og lækjum sem urðu í Hörgárdal á síðastliðnu sumri. Saga farskólakennslu í Glæsibæjar-, Öxnadals- og Skriðuhreppi er rakin, sem að hluta er byggt á viðtölum við einstaklinga sem upplifðu þetta skólahald. Sagt er frá lífshlaupi konu sem ekki var hátt skrifuð í samfélaginu og var til heimilis á yfir þrjátíu bæjum á ríflega fimmtíu ára æviferli.

Í ritinu er birtur fyrsti hluti Möðruvallatíðinda Bjarna E. Guðleifssonar, upphafsmanns og lengst af ritstjóra Heimaslóðar. Rakin er saga vegagerðar í vestan- og neðanverðum Hörgárdal og rifjaðar eru upp símhringingar meðan gamli, góði sveitasíminn var við lýði. Fleiri stuttar greinar eru í ritinu og finna má kveðskap eftir höfunda úr byggðarlaginu eða sem tengist því á einn eða annan hátt.

Með útgáfu Heimaslóðar vill Sögufélag Hörgársveitar leggja lið varðveislu fróðleiks af svæðinu og gera hann aðgengilegan yngri kynslóðum. Þess má geta að ritið er nú í fyrsta skipti prentað í lit sem gefur því líflegra yfirbragð.

Skylt efni: Bækur

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...