Sláturgerð með gamla laginu
Listin að gera slátur með gamla laginu er ekki á allra færi en eins og þeir sem taka slátur vita er um mikla búbót og góðan og hollan mat að ræða.
Slátur er haustmatur sem gerður er úr innmat og blóði sauðfjár. Bæði blóðmör og lifrarpylsa eru gerð þannig að vambir eru skornar niður og saumaðir úr þeim keppir sem síðan eru fylltir með blöndu af niðurskornum mör, mjöli, rúg og höfrum, og ýmist blóði eða hakkaðri lifur og oft einnig nýrum.
Slátur er járn- og A-vítamínríkur matur sem er nauðsynleg viðbót nú til dags vegna mikillar neyslu á pasta og hvítu kjöti sem inniheldur ekkert járn. Slátur er því allt í senn hollur, góður og ódýr matur.