Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
William Óðinn og Gréta Mjöll einsetja sér að framleiða og þróa bragðgóða, heilnæma og bragðsterka matvöru í nafni LeFever Sauce co.
William Óðinn og Gréta Mjöll einsetja sér að framleiða og þróa bragðgóða, heilnæma og bragðsterka matvöru í nafni LeFever Sauce co.
Mynd / MHH
Líf og starf 5. september 2022

Sósufjölskylda á Djúpavogi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hjónin William Óðinn LeFever og Gréta Mjöll Samúelsdóttur búa á Djúpavogi og framleiða þar sterkar sósur í nafni fyrirtækisins LeFever Sauce co.

Framleiðsla þeirra hófst árið 2018 á einni sósu með ákveðinni bragðtegund en í dag eru sósurnar orðnar fimm sem heita Bera, Dreki, Alvör, Jaxl og Skass. Þær eru m.a. seldar í verslunum Krónunnar og völdum verslunum Hagkaups.

„Það gengur bara ofboðslega vel hjá okkur og brjálað að gera. William Óðinn var bara einn í þessu til að byrja með því ég starfaði sem atvinnu- og menningarfulltrúi Djúpavogs en nú er ég búin að segja upp þeirri vinnu og er komin á fullt með manninum mínum í sósurnar,“ segir Gréta Mjöll.

Þau eru einnig að framleiða tvær aðrar vörur í krukkum, Pikklað chili og Lefever sinnep, sem er gert úr kryddleginum sem fellur til við gerð Dreka. „Það er frábært að vera með fyrirtæki eins og okkar á Djúpavogi. Hér eru allir í sama liði og vörurnar okkar eru komnar víða á veitingastaði á staðnum og á stöðum í næsta nágrenni. Við eigum örugglega eftir að setja fleiri vörur á markað, það er alltaf eitthvað nýtt í pípunum,“ segir Gréta Mjöll.

Skylt efni: matvælaframleiðsla

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...