Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kristinn segir að þó að hann sé orðinn 86 ára þá skipti árin ekki máli, heldur það sem hann er að gera hverju sinni.
Kristinn segir að þó að hann sé orðinn 86 ára þá skipti árin ekki máli, heldur það sem hann er að gera hverju sinni.
Mynd / MHH
Líf og starf 1. nóvember 2022

Sprækur listmálari á níræðisaldri

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála myndir.

Hann hefur haldið fjölmargar sýningar í gegnum árin enda komin vel á níræðisaldur. Hann er með glæsilega sýningu núna í Listasafninu á Akureyri, sem hefur vakið verðskuldaða athygli.

Sýningin hans Kristins hefur fengið mjög góða aðsókn í Listasafnið á Akureyri en hún verður uppi til janúar 2023.

„Þetta er sýning um birtuna og fjöllin og heiðina, sem sagt nánasta umhverfi mitt, sem sést þó ekki alltaf mjög greinilega en er þar samt. Ég vinn öll verkin mín á vinnustofunni minni, sem er í gamla bænum á Akureyri. Ég hélt fyrstu sýninguna mína 1954 og hef verið að alveg síðan,“ segir Kristinn og hlær. Sýningar hans hafa fengið góðar viðtökur, ekki síst sýningin núna í Listasafninu. „Ég er þakklátur ef einhver kann að meta verkin mín, um það snýst þetta. Myndirnar á þessari sýningu eru ekki til sölu en málarinn er alltaf til viðtals,“ bætir Kristinn við og glottir við tönn.

Skylt efni: myndlist

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...