Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kristinn segir að þó að hann sé orðinn 86 ára þá skipti árin ekki máli, heldur það sem hann er að gera hverju sinni.
Kristinn segir að þó að hann sé orðinn 86 ára þá skipti árin ekki máli, heldur það sem hann er að gera hverju sinni.
Mynd / MHH
Líf og starf 1. nóvember 2022

Sprækur listmálari á níræðisaldri

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála myndir.

Hann hefur haldið fjölmargar sýningar í gegnum árin enda komin vel á níræðisaldur. Hann er með glæsilega sýningu núna í Listasafninu á Akureyri, sem hefur vakið verðskuldaða athygli.

Sýningin hans Kristins hefur fengið mjög góða aðsókn í Listasafnið á Akureyri en hún verður uppi til janúar 2023.

„Þetta er sýning um birtuna og fjöllin og heiðina, sem sagt nánasta umhverfi mitt, sem sést þó ekki alltaf mjög greinilega en er þar samt. Ég vinn öll verkin mín á vinnustofunni minni, sem er í gamla bænum á Akureyri. Ég hélt fyrstu sýninguna mína 1954 og hef verið að alveg síðan,“ segir Kristinn og hlær. Sýningar hans hafa fengið góðar viðtökur, ekki síst sýningin núna í Listasafninu. „Ég er þakklátur ef einhver kann að meta verkin mín, um það snýst þetta. Myndirnar á þessari sýningu eru ekki til sölu en málarinn er alltaf til viðtals,“ bætir Kristinn við og glottir við tönn.

Skylt efni: myndlist

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...