Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Í snoturri umgjörð norðan við kirkjuna hefur verið komið fyrir skiltum þar sem í máli og myndum er stiklað á sögu Valþjófsstaðar sem höfuðbóls og kirkjustaðar frá öndverðu.
Í snoturri umgjörð norðan við kirkjuna hefur verið komið fyrir skiltum þar sem í máli og myndum er stiklað á sögu Valþjófsstaðar sem höfuðbóls og kirkjustaðar frá öndverðu.
Mynd / Ásdís Helga Bjarnadóttir
Líf og starf 2. september 2021

Stiklað á sögu höfuðbólsins og kirkjustaðarins frá öndverðu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sögusvið Valþjófsstaðar á Fljótsdal, sem er  rétt utan við kirkjuna, var afhjúpað í liðinni viku. Í snoturri umgjörð norðan við kirkjuna hefur verið komið fyrir skiltum þar sem í máli og myndum er stiklað á sögu Valþjófsstaðar sem höfuðbóls og kirkjustaðar frá öndverðu.

Hjörleifur Guttormsson hafði frumkvæði að þessu verkefni og tók saman sögulegan fróðleik um staðinn. Hann fékk til liðs við sig kirkjugarðaráð og Fljótsdalshrepp sem styrktu verkefnið bæði með ráðgjöf og myndarlegu fjárframlagi. Auk þess styrkti Brunabót verkefnið. Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá kirkjugarðaráði, hannaði svæðið og fylgdi eftir framkvæmdum. Birgir Axelsson hjá Brústeini hlóð upp sviðið.

Liður í undirbúningi verksins var könnun með jarðsjá á útlínum hins forna kirkjugarðs. Innan sviðsins hefur verið komið fyrir þremur grafarmörkum frá 19. öld.

Gestir skoða eitt af skiltunum sem komið hefur verið fyrir á sögusviðinu.

Valþjófsstaðarhurðin

Valþjófsstaður er fornt höfuðból og kirkjustaður, þar hefur verið kirkja frá því á 13. öld.  Þaðan er hin þekkta Valþjófsstaðarhurð sem varðveitt er á Þjóðminjasafni. Hún er einnig frá 13. öld með miklum útskurði í rómönskum stíl þar sem er að finna þekkt miðaldaminni. Hurðin var á kirkjunni á Valþjófsstað til ársins 1851. Núverandi kirkja á Valþjófsstað er frá árinu 1966.

Veðrið skartaði sínu fegursta þegar sviðið var formlega opnað. Flutt voru áhugaverð erindi og ávörp við athöfnina og rómað ketilkaffi og kleinur í boði sóknarnefndar á eftir.

Þessir komu við sögu við opnun sögusviðs Valþjófsstaðarkirkju, frá vinstri eru Birgir Axelsson skrúðgarðyrkjumeistari, Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs og Hjörleifur Guttormsson.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...