Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kvenfélag Eiðaþinghár fór í heimsókn í Hallormsstaðarskóla og færði skólanum peningagjöf sem Bryndís Fiona Ford skólastýra veitti móttöku.
Kvenfélag Eiðaþinghár fór í heimsókn í Hallormsstaðarskóla og færði skólanum peningagjöf sem Bryndís Fiona Ford skólastýra veitti móttöku.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 10. ágúst 2022

Stiklað á stóru um sögu SAK

Höfundur: Helga Magnea Steinsson, formaður SAK

Í tilefni af 95 ára afmæli Sambands austfirskra kvenna (SAK) er hér stiklað á stóru yfir farinn veg og helstu verkefni sem einkennt hafa starfsemi sambandsins.

Nokkrar ástæður voru til þess að konur á Héraði ákváðu að sameina kvenfélög á Austurlandi undir einn hatt á síðustu öld. Hugmyndin var ekki ný af nálinni og hafði verið til umræðu hjá kvenfélögum á Héraði um nokkurt skeið. Þá höfðu alþjóðlegar þjóðfélagsbreytingar einnig áhrif og var áherslan á að bæta lífskjör kvenna bæði uppeldisleg og hagræn, eins og segir í fundargerð frá þessum tíma.

Kvenfélagið Nanna í Neskaupstað var stofnað 27. janúar 1907. Hluti félagskvenna við gróðursetningu í Lystigarði Neskaupstaðar en kvenfélagið er verndari garðsins frá 1934.

Eflir samúð og félagslyndi

Sigrún Blöndal mælti fyrir stofnun Kvennasambands Austurlands á undirbúningsfundi sem haldinn var árið 1926. Nefndi hún máli sínu til stuðnings að eitt af því sem einkenndi þann tíma sem þær lifðu á væri ,,samvinna á svo að segja öllum sviðum“. Hún vitnaði máli sínu til stuðnings í vísindin og sagði þau hafa ,,brúað fjarlægðir rúmsins og hefðu á þann hátt veitt samvinnu manna á milli skilyrði“. Þá taldi Sigrún slíkan félagsskap „efla samúð og félagslyndi auk þess að kenna konum að sjá störf sín í nýju ljósi“. Þá nefndi hún fjögur mál sem henni fannst að slíkur félagsskapur ætti að vinna að; 1. Uppeldis- og menntamál, 2. Heimilisiðnaður, 3. Garðrækt og 4. Líknarmál.

Á fundinum voru einnig reifuð mál tengd ,,húsmæðrafræðslu“ en víða um land var verið að festa í lög stofnun húsmæðraskóla fyrir konur. Um þetta leyti á Austurlandi er komin af stað hreyfing til að setja á fót slíka stofnun. Hafði þessi hugmynd m.a. verið rædd á aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands.

Lögðu fundarkonur áherslu á „hina uppeldislegu hlið húsmæðrafræðslunnar sem eitt öruggasta meðalið til að hefta straum ungra stúlkna úr sveitum til kaupstaða“.

Á þennan fund voru konur mættar úr Fellum, Fljótsdal, Völlum, Reyðarfirði, Seyðisfirði og Borgarfirði. Ári síðar, eða 16. júlí 1927, hélt svo Samband austfirskra kvenna stofnfund sinn að Mjóanesi á Fljótsdalshéraði. Á þeim fundi var samþykkt að standa að söfnun fyrir húsmæðraskóla að Hallormsstað og fylgja því máli vel eftir. Á þessum fundi var mikið rætt um stöðu heimilisiðnaðar og mikilvægi heimilisiðnaðarsýninga fyrir almenning.

Kvenfélagið Björk í Hjaltastaðaþinghá var stofnað 15. júní 1930. Hluti félagskvenna í gamla eldhúsi Hjaltalundar.

Húsmæðraskóli stofnaður

Vegna ötuls samstarfs Sambands austfirskra kvenna og Búnaðarsambands Austurlands tókst að koma skólanum á legg og var húsmæðraskóli byggður á Hallormsstað. Fyrsta skólasetningin var 1. nóvember 1930 og varð Sigrún Blöndal fyrsta forstöðukona skólans, en hún var þá jafnframt formaður Sambands austfirskra kvenna. SAK hefur frá upphafi alltaf átt fulltrúa í skólaráði Hússtjórnarskólans á Hallormsstað sem í dag gengur undir nafninu Hallormsstaðarskóli.

Sex félög stóðu í upphafi að stofnun SAK; Kvenfélag Fljótsdalshrepps, Kvenfélag Fellahrepps, Kvenfélag Hlíðarhrepps, Kvenfélagið Kvik á Seyðisfirði, Kvenfélag Vestdalseyrar á Seyðisfirði og Kvenfélag Vallarhrepps. Fljótlega voru kvenfélögin sem stóðu að stofnun SAK orðin 23 talsins, en í dag, 95 árum seinna, standa eftirtalin kvenfélög að sambandinu; Kvenfélag Eiðaþinghár, Kvenfélag Reyðarfjarðar, Kvenfélagið Björk, Hjaltastaðaþinghá, Kvenfélagið Einingin, Borgarfirði eystri, Kvenfélagið Hlíf, Breiðdal, Kvenfélag Hróarstungu, Kvenfélagið Lindin, Vopnafirði, Kvenfélagið Nanna, Neskaupstað, Kvenfélagið Bláklukka, Egilsstöðum og Kvenfélagið Vaka, Djúpavogi.
Kvenfélög bæta nærsamfélög

Of langt mál er að rekja hér 95 ára sögu SAK, en það sem hefur einkennt starfsemina er áherslan á samtakamátt kvenna í þeim tilgangi að bæta nærsamfélag viðkomandi kvenfélags, en einnig að hafa áhrif á framfaramál innan fjórðungsins.

Geta má þess að SAK stóð fyrir söfnun sem haldin var til styrktar stofnun vistheimilisins

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...