Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 24. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn skal trúa því að plön hans og áætlanir munu ganga upp ef hann gætir þess að upplýsa sem flesta um málin. Hann þarf að halda áfram að fá sér ferskt loft og vera óhræddur við að takast á við það sem er að plaga hann andlega. Það mun verða til góðs. Happatölur 8, 9, 23.

Fiskurinn finnur innri ró eftir nokkurt innlit inn á við og ætti að æfa sig enn frekar við það að sleppa takinu. Hann er nóg. Einhver veikindi eru í kortunum og hann þarf að gæta vel að sjálfum sér - enn betur en áður því veikindin, ef þau láta sjá sig, verða þrálát. Happatölur 2, 13, 15.

Hrúturinn hefur átt í erfiðleikum við að samsama sig nánasta umhverfi. Hann ætti að spyrja sig hvort hann sé í kringum rétta fólkið eða hvort hann sé að lifa lífi sem einhver annar telur honum til góða. Einnig ætti hann að finna út hvar hugur hans liggur í raun. Happatölur 24, 16, 7.

Nautið sem beið mögulega mjög spennt eftir síðustu stjörnuspá gæti verið að velta fyrir sér hvar þetta „stóra“ sé sem það átti von á. Einhver naut finna fyrir mikilli breytingu eða uppljómun innra með sér en hin verða að bíða aðeins lengur. Það er von á ýmsu jákvæðu. Happatölur 18, 13, 86.

Tvíburinn heldur áfram á jákvæðum nótum og má halda áfram að grípa ýmis tækifæri fullur sjálfstrausts. Hann ætti þó að athuga að sá hluti lífs hans þar sem hann þykist hafa verið beittur misrétti er byggður á misskilningi. Þessu þarf að greiða úr og biðjast afsökunar. Happatölur 1, 36, 66.

Krabbinn hefur þurft að taka á ýmsum óvæntum vandamálum og er ekki viss hver eigi að njóta vafans – ef um vafamál er að ræða. Krabbinn ætti ekki að hika við að fá aðstoð fagfólks ef svo ber undir. Krabbinn þarf að gæta þess að hvílast og næra sjálfan sig eftir bestu getu. Happatölur 2, 23, 4.

Ljónið hefur verið að fjarlægjast eitthvað sína nánustu enda er það duglegt að fjarlægja sjálft sig þegar það er ósátt í stað þess að vinna í málunum. Mantran „það snertir mig ekkert, mér er alveg sama“ er eitthvað sem ljónið þarf að hætta að segja sjálfu sér og leysa úr hlutunum í samvinnu við fólkið sem er að angra það. Happatölur 3, 42, 15.

Meyjan finnur að hún er full tilhlökkunar vegna viðburða sem eru í nánustu framtíð. Þar mun allt fara vel og meyjunni verður hampað. Hún þarf að huga að heilsunni og muna að hreyfa sig til jafns við það sem hún lætur ofan í sig! Ekki vera of sjálfumgóð. Happatölur 3, 89, 88.

Vogin hefur tekið stór skref í persónulega lífinu að undanförnu og má nú með öllu hjarta treysta því að hún sé á réttri braut. Hún þarf að huga vel að framtíðaráætlunum sínum og gera allt það sem hún getur til þess að fá þeim framgengt. Það mun hafast að lokum. Happatölur 14, 1, 18.

Sporðdrekinn getur nú unnt sjálfum sér svolítilli ró og notið þess að vera til. Erfið mál munu leysast af sjálfu sér og hann þarf ekki að vera eins mikill þátttakandi og hann sjálfur telur. Hann er heldur ekki ómissandi og má bara leyfa sér að sleppa takinu af öllu því sem plagar hann. Happatölur 67, 65, 11.

Bogmaðurinn þykir hafa stigið yfir einhverja ósýnilega línu hjá fólkinu sem hann umgengst daglega og þarf að athuga innra með sér hvort það sé í rauninni rétt. Opinská samtöl og lausn ýmissa mála eru á dagskrá hjá honum og hann þarf að muna að sýna auðmýkt. Happatölur 15, 19, 9.

Steingeitin gleðst yfir sólinni sem nú er farin að láta sjá sig og nokkur ró er yfir hennar daglega lífi. Hún þarf ekki að kvíða þeim hlutum sem liggja á henni heldur trúa því að það sé ástæða fyrir öllu og ekkert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Happatölur 28, 44, 16.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 24. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn skal trúa því að plön hans og áætlanir munu ganga upp ef hann gætir ...

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg
Líf og starf 19. mars 2025

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg

Beikon kemur í mörgum útgáfum; misþykkt, missalt, misdýrt og stundum mislukkað. ...

Óskar Örn
Líf og starf 19. mars 2025

Óskar Örn

Nafn: Óskar Örn Rikardsson.

Virkni félagslífsins fyrir öllu
Líf og starf 18. mars 2025

Virkni félagslífsins fyrir öllu

Við heimskautsbauginn, rúma fjörutíu km frá landi, liggur nyrsta byggð Íslands, ...

Hressandi list í almannarýminu
Líf og starf 18. mars 2025

Hressandi list í almannarýminu

Á Skagaströnd mega skapandi einstaklingar leggja gjörva hönd að því að hressa up...

Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Í...