Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Tómas Veigar Sigurðarson.
Tómas Veigar Sigurðarson.
Líf og starf 6. september 2024

Teflt á netinu

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Vinsældir netskákar náðu hámarki á Covid- tímunum og vinsælasti vefurinn, chess. com, náði inn á topp 100 listann yfir mest skoðuðu vefsíður í heimi á þeim tíma.

Einnig hjálpuðu þættirnir Queens Gambit á Netflix til við að auka vinsældir skákarinnar bæði á netinu og í raunheimum. Ekki liggur fyrir hve margir Íslendingar tefla reglulega á netinu, en þeir skipta einhverjum þúsundum. Virkir íslenskir skákmenn sem tefla í raunheimum yfir borðið (OTB á ensku) eru á bilinu 800–1.000 og þeir eru oftast virkir á netinu líka.

Það standa þó nokkrir möguleikar til boða ef menn vilja reyna fyrir sér í netskák. Chess.com og Lichess.org eru vinsælustu skáksíðurnar, en það eru fleiri kostir í boði, eins og t.d. Gameknot.com. Á öllum þessum síðum geta menn teflt við andstæðinga um allan heim og þú ræður tímamörkunum.

Hægt er að tefla hraðskákir þar sem tímamörkin eru frá 1 mín. fyrir alla skákina og upp í nokkra daga á hvern leik, sem mætti kalla nútíma bréfskák. Að sjálfsögðu gilda slíkar skákir ekki til alvöru elo-skákstiga hjá alþjóðaskáksambandinu FIDE, en allar þessar síður hafa sín eigin skákstig sem oft svipar til þeirra skákstiga sem skákmenn hafa í raunheimum, eða líklegt er að skákmenn nái reyni þeir fyrir sér á alvöru skákmótum þar sem teflt er yfir borðið.

Tómas Veigar Sigurðarson, nemandi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tefldi eina slíka á vefnum Gameknot fyrir um 10 árum síðan. Tómas var með svart og á leik. Eins og sjá má á stöðumyndinni á andstæðingur hans mát í einum leik (Dxf8) og í fljótu bragði á svartur engan leik sem kemur í veg fyrir mát. En Tómas fann eina leikinn sem kemur í veg fyrir mát og sá leikur er alls ekki augljós og lítur út fyrir að vera alveg galinn í fljótu bragði. En við eftir á skoðun er leikurinn alger snilld og ekki á allra færi að sjá hann.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Dc1 skák !!. er leikurinn og hvítur getur gefið skákina strax. Ef hann drepur drottningu svarts á c1 kemur Bxf6 skák og drottning hvíts fellur í kjölfarið og svartur stendur eftir með biskup og fimm peð gegn fjórum peðum hvíts. Ef hvítur færir kónginn úr skák fellur drottning hvíts á c1 og svartur er með kolunnið tafl.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...