Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þeir hreinu tónar
Líf og starf 4. janúar 2022

Þeir hreinu tónar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hver er sagan að baki ungs drengs sem vex upp í Vestmannaeyjum, eitt margra barna fátækra foreldra, sker sig úr hópnum, gerist tónskáld og verður einn af vinsælustu dægurlagahöfundum landsins?

Í Þeir hreinu tónar er dregur Kristín Ástgersdóttir upp mynd af lífi og ævistarfi Oddgeirs Kristjánssonar, sem í gegnum brotsjó 20. aldarinnar, sóttir og styrjaldir samdi mörg sinna ljúfustu laga.

Oddgeir lifði á öfgatímum 20. aldarinnar, með tilheyrandi farsóttum, kreppum og heimsstyrjöldum. Þrátt fyrir erfiða tíð gleymdi fólkið í Eyjum ekki að skemmta sér, þegar djassinn dunaði, vísurnar flugu og lög urðu til.

Oddgeir var mikill hugsjónamaður og barðist fyrir réttlátu samfélagi þó svo að tónlistin væri alltaf hans ær og kýr. Hann starfaði sem tónlistarkennari, stjórnaði lúðrasveitum og samdi tónlist fyrir Þjóðhátíð í Eyjum.

Meðal af vinsælli lögum hans eru Bjartar vonir vakna, Ágústnótt, Heima og síðast en ekki síst Ég veit þú kemur, sem er ein skærasta perla íslenskrar dægurtónlistar fyrr og síðar.

Í bókinni er fjöldi ljósmundi sem tengjast ævi og starfi Oddgeirs. Útgefandi er bókaútgáfa Sögur.

Skylt efni: Einar Oddgeirsson

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...