Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Frá þjóðbúningamessunni í kirkjunni haustið 2023
Frá þjóðbúningamessunni í kirkjunni haustið 2023
Mynd / Heimir Hoffritz
Líf og starf 23. september 2024

Þjóðbúningamessa

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sigrún Pétursdóttir

Þjóðbúningamessur hafa verið haldnar hérlendis við hátíðleg tækifæri undanfarin ár, minnisvarði þess er kirkjugestir mættu prúðbúnir til messu.

Íslendingar fyrr á tímum unnu langa og stranga vinnudaga sem gekk oft nærri, bæði til líkama og sálar. Sunnudaginn var þó reynt að halda heilagan, en þá klæddist fólk upp á og hélt til messu. Margir áttu til þess tilefnis peysuföt, upphlut eða ullarbuxur og treyju, fatnað sem oft gekk í arf, en þjóðbúninga var gætt vandlega með það í hug að hægt væri að nýta frá kynslóð til kynslóðar.

Fyrsta sunnudaginn í október verður haldin þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju í Flóahreppi og kaffi á eftir. Sér kirkjan um veigar en eru gestir beðnir um að taka með sér bakkelsi sem hægt er að deila með öðrum. Mun sr. Guðbjörg Arnardóttir leiða messuna, organisti verður Guðmundur Eiríksson og kór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna syngur. Fer messan fram klukkan 14 og fólk hvatt til að mæta í íslenskum þjóðbúningum.

Skylt efni: þjóðbúningar

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...