Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Frá þjóðbúningamessunni í kirkjunni haustið 2023
Frá þjóðbúningamessunni í kirkjunni haustið 2023
Mynd / Heimir Hoffritz
Líf og starf 23. september 2024

Þjóðbúningamessa

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sigrún Pétursdóttir

Þjóðbúningamessur hafa verið haldnar hérlendis við hátíðleg tækifæri undanfarin ár, minnisvarði þess er kirkjugestir mættu prúðbúnir til messu.

Íslendingar fyrr á tímum unnu langa og stranga vinnudaga sem gekk oft nærri, bæði til líkama og sálar. Sunnudaginn var þó reynt að halda heilagan, en þá klæddist fólk upp á og hélt til messu. Margir áttu til þess tilefnis peysuföt, upphlut eða ullarbuxur og treyju, fatnað sem oft gekk í arf, en þjóðbúninga var gætt vandlega með það í hug að hægt væri að nýta frá kynslóð til kynslóðar.

Fyrsta sunnudaginn í október verður haldin þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju í Flóahreppi og kaffi á eftir. Sér kirkjan um veigar en eru gestir beðnir um að taka með sér bakkelsi sem hægt er að deila með öðrum. Mun sr. Guðbjörg Arnardóttir leiða messuna, organisti verður Guðmundur Eiríksson og kór Hraungerðis- og Villingaholtskirkna syngur. Fer messan fram klukkan 14 og fólk hvatt til að mæta í íslenskum þjóðbúningum.

Skylt efni: þjóðbúningar

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...