Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ellen Dögg Sigurjónsdóttir, Guðný Sigurðardóttir og Þórdís Sigurgeirsdóttir.
Ellen Dögg Sigurjónsdóttir, Guðný Sigurðardóttir og Þórdís Sigurgeirsdóttir.
Líf og starf 1. nóvember 2022

Þjófar og lík

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Kópavogs frumsýnir Þjófa og lík, tvo einþáttunga eftir Dario Fo, sunnudaginn 30. október.

Leikþættirnir eru Lík til sölu í leikstjórn Arnar Alexanderssonar og Betri er þjófur en snurða á þræði í leikstjórn Sigrúnar Tryggvadóttur.

Nóbelsskáldið Dario Fo þarf vart að kynna enda hafa leikverk hans notið mikillar hylli hérlendis í gegnum tíðina. Spilling valdsins er rauður þráður í mörgum verka Dario Fo. Þau einkennast af bítandi húmor í garð valdhafa, hvort sem það er lögreglan, kaþólska kirkjan eða stjórnmálamenn. Þau eru einnig innblásin af ítalskri leikhúshefð, ekki síst Commedia dell’arte.

Alls taka 13 leikarar þátt í sýningunum sem verða á sviðinu í Leikhúsinu að Funalind 2 í Kópavogi fram eftir nóvember. Leikmynd og búningar eru í höndum Maríu Bjartar Ármannsdóttur.

Miðasla er á vef leikfélagsins, www.kopleik.is.

Skylt efni: Leikfélag Kópavogs

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...