Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nefndin: Malin og Ólafur Tindum, Veronika og Bjarni Túni, Jóhanna og Birkir Austurmýri 3, Sigurbára og Einar Langstöðum, Jóhannes og Helga Stóra-Ármóti 2
Nefndin: Malin og Ólafur Tindum, Veronika og Bjarni Túni, Jóhanna og Birkir Austurmýri 3, Sigurbára og Einar Langstöðum, Jóhannes og Helga Stóra-Ármóti 2
Líf og starf 13. febrúar 2023

Þorrablót með Bændablaðsþema

Íbúar í fyrrum Hraungerðis- og Sandvíkurhreppi í Flóa nýttu heldur betur tækifærið, en nýverið „kom loksins að því“ að hægt væri að halda þorrablót.

Höfðu gestir beðið óþreyjufullir í nú þrjú ár og blótið því haldið með pomp og prakt í félagsheimilinu Þingborg en þema kvöldsins var Bændablaðið og gamli tíminn.

Eins og vani er var góðlátlegt grín í garð sveitunga í hámæli, skemmtiatriði og leikþáttur sýnd auk þess sem myndband og „Flóa-Bændablaðið“ útgefið. Fundust þar fréttir gríns og glens en einnig mátti finna söngtexta í formi Bændablaðsins.

Veglegur vinningur frá Sláturfélagi Suðurlands var veittur fyrir best skreytta borðið en borðskreytingakeppni var að sjálfsögðu í gangi. Sá Sjafnarblóm um að pakka vinningnum inn en einnig voru veitt verðlaun frá fyrrnefndum fyrirtækjum fyrir bestu stökuna.

Dynjandi dans var þreyttur fram á rauða nótt við tóna hljómsveitarinnar Sveitamanna og tókst skemmtunin vel í alla staði.

Hvað varðar vinningsstökuna var hún ort af Guðmundi nokkrum Stefánssyni, fyrrverandi bónda í Hraungerði. Dómnefndin taldin hana bragfræðilega alveg hárrétta auk þess að vera með innrími og er hún svohljóðandi:

Víni töppum við í munn,
víst með köppum gaman.
Takta stöppum talsvert kunn,
tryllt með löppum saman.

Dæmi um aðrar stökur sem komu vel til álita eru eftirfarandi:

Feitmeti úr Flóanum
fæ ég hér á blóti
Metfjárins úr móunum
menn hér allir njóti
Höf: Ingólfur Narfason og Guðmundur Stefánsson

Stöku, stöku, stöku sinnum
stormum við á þorrablót
Eftir drjúga drykkju finnum
dásamlega fiman fót
Höf: Betzy Marie Davidson

Villtust í Þingborg Villingar
vaðandi snjó og krapa
Sagt er að þau séu snillingar
sem kunna mjög illa að tapa
Höf: Sigtryggur og Sigfús
(mjög líklega dulnefni)

Skemmtinefnd með stólpagrín
skaffar mörgum kvíða
Meðalið er meira vín
má það fara víða
Höf: Byggðarhornsborðið

Bil á milli borða
býsna lítið er
Ef geymir kona forða
á afturenda sér
Höf: Svanhildur

„Súrt er það“ sagði einn
og stakk upp í sig hvalnum
„Þetta er nú sítróna Sveinn,
sem var hérna á gólfinu í salnum“
Höf: Sigurður Andri Jóhannesson

Húð á beinum hangir
hold þar hvergi sést
út frá limum langir
af liggur ýldupest
Höf: Sævar Eiríksson

9 myndir:

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...