Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nefndin: Malin og Ólafur Tindum, Veronika og Bjarni Túni, Jóhanna og Birkir Austurmýri 3, Sigurbára og Einar Langstöðum, Jóhannes og Helga Stóra-Ármóti 2
Nefndin: Malin og Ólafur Tindum, Veronika og Bjarni Túni, Jóhanna og Birkir Austurmýri 3, Sigurbára og Einar Langstöðum, Jóhannes og Helga Stóra-Ármóti 2
Líf og starf 13. febrúar 2023

Þorrablót með Bændablaðsþema

Íbúar í fyrrum Hraungerðis- og Sandvíkurhreppi í Flóa nýttu heldur betur tækifærið, en nýverið „kom loksins að því“ að hægt væri að halda þorrablót.

Höfðu gestir beðið óþreyjufullir í nú þrjú ár og blótið því haldið með pomp og prakt í félagsheimilinu Þingborg en þema kvöldsins var Bændablaðið og gamli tíminn.

Eins og vani er var góðlátlegt grín í garð sveitunga í hámæli, skemmtiatriði og leikþáttur sýnd auk þess sem myndband og „Flóa-Bændablaðið“ útgefið. Fundust þar fréttir gríns og glens en einnig mátti finna söngtexta í formi Bændablaðsins.

Veglegur vinningur frá Sláturfélagi Suðurlands var veittur fyrir best skreytta borðið en borðskreytingakeppni var að sjálfsögðu í gangi. Sá Sjafnarblóm um að pakka vinningnum inn en einnig voru veitt verðlaun frá fyrrnefndum fyrirtækjum fyrir bestu stökuna.

Dynjandi dans var þreyttur fram á rauða nótt við tóna hljómsveitarinnar Sveitamanna og tókst skemmtunin vel í alla staði.

Hvað varðar vinningsstökuna var hún ort af Guðmundi nokkrum Stefánssyni, fyrrverandi bónda í Hraungerði. Dómnefndin taldin hana bragfræðilega alveg hárrétta auk þess að vera með innrími og er hún svohljóðandi:

Víni töppum við í munn,
víst með köppum gaman.
Takta stöppum talsvert kunn,
tryllt með löppum saman.

Dæmi um aðrar stökur sem komu vel til álita eru eftirfarandi:

Feitmeti úr Flóanum
fæ ég hér á blóti
Metfjárins úr móunum
menn hér allir njóti
Höf: Ingólfur Narfason og Guðmundur Stefánsson

Stöku, stöku, stöku sinnum
stormum við á þorrablót
Eftir drjúga drykkju finnum
dásamlega fiman fót
Höf: Betzy Marie Davidson

Villtust í Þingborg Villingar
vaðandi snjó og krapa
Sagt er að þau séu snillingar
sem kunna mjög illa að tapa
Höf: Sigtryggur og Sigfús
(mjög líklega dulnefni)

Skemmtinefnd með stólpagrín
skaffar mörgum kvíða
Meðalið er meira vín
má það fara víða
Höf: Byggðarhornsborðið

Bil á milli borða
býsna lítið er
Ef geymir kona forða
á afturenda sér
Höf: Svanhildur

„Súrt er það“ sagði einn
og stakk upp í sig hvalnum
„Þetta er nú sítróna Sveinn,
sem var hérna á gólfinu í salnum“
Höf: Sigurður Andri Jóhannesson

Húð á beinum hangir
hold þar hvergi sést
út frá limum langir
af liggur ýldupest
Höf: Sævar Eiríksson

9 myndir:

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...