Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið 2024 en þau voru afhent á fjölskylduhátíð sveitarfélagsins 17. júní.

Marika fékk verðlaunin fyrir framlag sitt til tónlistarlífs Þingeyjarsveitar og að eiga svo ríkulegan þátt í því blómlega menningarlífi, sem glatt hefur bæði lund og geð íbúa sveitarfélagsins í gegnum árin.

Í tilnefningu Mariku segir meðal annars: „Marika er ein margra tónlistarkennara af erlendum uppruna, sem starfað hafa í samfélagi okkar í gegnum tíðina. Sum
hafa stoppað stutt, en önnur ílengst eins og hún og skotið hér rótum. Marika hefur árum saman lagt sitt af mörkum til tónlistarkennslu, tónlistarflutnings og aðstoðar við kórstjórn. Þannig hefur hún lagt inn mikilvæga vaxtarsprota meðal ungmenna og átt sinn þátt í menningarlífi sveitarfélagsins og víðar.“

Alls bárust sjö tilnefningar til menningarverðlaunanna. „Þessi fjöldi tilnefninga kom ekki á óvart þar sem öflugt menningarstarf fer fram í sveitarfélaginu svo eftir er tekið.

Þar leggja fjölmargir hönd á plóg við að halda uppi þessu öfluga starfi, oft og tíðum í sjálfboðavinnu, og við sem njótum þökkum af alhug mikið og gott framlag.

Það var því úr vöndu að ráða í ár enMarikaAlavere, tónlistarkennari og fiðluleikari, á þau svo sannarlega skilið fyrir mikilvægt starf við tónlistaruppeldi barna í sveitarfélaginu og þátttöku hennar í menningarstarfi,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Bæjarnöfn á ská og skjön
Líf og starf 11. apríl 2025

Bæjarnöfn á ská og skjön

Nöfn íslenskra bæja og býla til sveita eru fjölskrúðug, svo ekki sé dýpra í árin...

Prjónavetri lýkur
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurj...

Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30%...

Bændablaðið á Suðurskautinu
Líf og starf 8. apríl 2025

Bændablaðið á Suðurskautinu

Hjörleifur Jóhannesson flugstjóri greip Bændablaðið með sér á Suðurskautslandið ...

Búvörusýning í Reykjavík
Líf og starf 8. apríl 2025

Búvörusýning í Reykjavík

Snemma árs 1984 hófst samstarf mjólkurdagsnefndar og markaðsnefndar landbúnaðari...

Dropinn holar steininn
Líf og starf 7. apríl 2025

Dropinn holar steininn

Eins og áður hefur komið fram er tískuiðnaðurinn mikill skaðvaldur náttúrunnar. ...

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit
Líf og starf 3. apríl 2025

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit

Helgina 15.-16. mars fór fram alþjóðlegt skákmót í félagsheimilinu Skjólbrekku í...

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti
Líf og starf 2. apríl 2025

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti

Matreiðslukeppni fyrir áhugakokka var haldin á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. m...