Tvítuga Gullbrá
Þetta er hún Gullbrá 357 á Hóli við Dalvík, rúmlega tvítug mjólkurkýr.
Gullbrá er fædd 9. apríl 2004 og má telja víst að hún sé ein af elstu mjólkurkúm landsins. Það sem meira er, hún er sú kýr, sem hefur þriðju mestu æviafurðir allra íslenskra kúa frá upphafi vega. Í lok júlí hafði hún mjólkað samtals 111.512 kg mjólkur samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Jóhannessyni, ábyrgðarmanni í nautgriparækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Ábúandi og eigandi Gullbrár er Þorleifur Kristinn Karlsson, bóndi á Hóli, og fjölskylda hans.