Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hringlaga útsýnispallurinn, Baugs-Bjólfur, hlaut vinninginn í samkeppni útsýnisstaðar við snjóflóðagarðana á Seyðisfirði.
Hringlaga útsýnispallurinn, Baugs-Bjólfur, hlaut vinninginn í samkeppni útsýnisstaðar við snjóflóðagarðana á Seyðisfirði.
Líf og starf 7. janúar 2022

Útsýnispallurinn Baugs-Bjólfur sigraði

Baugs-Bjólfur er heiti á vinnings­tillögu í samkeppni um útsýnisstað við snjóflóðagarðana í Bjólfi á Seyðisfirði. Um er að ræða hringlaga útsýnispall sem situr á Bæjarbrún með stórfenglegu útsýni yfir Seyðisfjörð.

Dómnefnd sem fór yfir inn­komnar tillögur segir að þessi hafi að flestu leyti borið af með mjög áhugaverða nálgun á viðfangsefnið auk þess að sýna ýmsar áhugaverðar skírskotanir í menningu, sögu og náttúru staðarins, nokkuð sem reyndar flestar hinar tillögurnar gerðu einnig.

Dómnefnd mat tillöguna á þann hátt að um væri að ræða áhugavert kennileiti sem kallaðist á við landslagið á einfaldan en áhrifamikinn hátt þar sem ferðafólk er leitt áfram í lokaðri umgjörð án hnökra. Hreyfihamlaðir þurfa ekki að yfirstíga neinar hæðahindranir og tillagan tryggir gott flæði ferðafólks um svæðið. „Einföld, sérstæð og sterk byggingarlist hér á ferð sem dómnefnd telur að geti haft mjög mikið aðdráttarafl og hefur alla burði til þess að bjóða upp á einstaka upplifun“, eins og segir í niðurstöðu dómnefndar.

Markmið samkeppninnar var að bæta aðstæður og skapa aðdráttarafl á svæði sem hefur mikil tækifæri til þess að vera einn af fjölsóttustu útsýnisstöðum Austurlands, auk þess að bæta öryggi og aðgengi ferðamanna og stuðla að verndun lítt snortinnar náttúru á tímum vaxandi fjölda ferðafólks.

Múlaþing efndi til samkeppninnar og fékk til þess styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Sveitarfélagið stefnir að því að semja um áframhaldandi hönnun í samvinnu við vinningshafa og að sótt verði um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í áframhald verkefnisins.

Vinningstillagan var unnin í þverfaglegu samstarfi og eru aðalhöfundar þær Ástríður Birna Árnadóttir og Stefanía Helga Pálmarsdóttir frá Arkibygg Arkitektum í samvinnu við Önnu Kristínu Guðmundsdóttur og Kjartan Mogensen landslagsarkitekta, Auði Hreiðarsdóttur frá ESJA ARCHITECTURE og Arnar Björn Björnsson frá EXA NORDIC, sem sá um burðarvirkjahönnun. 

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...