Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Tryggvi Ingason, sálfræðingur og briddsmeistari að vestan, mátti sín lítils í norður meðan valkyrjurnar í Valdísi náðu framhjáhlaupum og skærabrögðum við briddsborðið líkt og enginn væri morgundagurinn. Ásta Sigurðardóttir og Valgerður Eiríksdóttir voru ánægðar að loknu dagsverkinu á landsmóti UMFÍ.
Tryggvi Ingason, sálfræðingur og briddsmeistari að vestan, mátti sín lítils í norður meðan valkyrjurnar í Valdísi náðu framhjáhlaupum og skærabrögðum við briddsborðið líkt og enginn væri morgundagurinn. Ásta Sigurðardóttir og Valgerður Eiríksdóttir voru ánægðar að loknu dagsverkinu á landsmóti UMFÍ.
Líf og starf 21. júní 2024

Valdísarkonur tóku karla í bakaríið

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Fjöldi briddsspilara tók þátt í keppni á landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri um síðustu helgi í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Björn Þorláksson.

Átján sveitir börðust um gullið þótt á landsmóti sé iðkaður sá forni ungmenna- félagsvandi sem lýsti mönnum ljósið í sveitum landsins forðum, að mestu varði að vera með. Sveit UMF Grindavíkur bar sigur úr býtum. 

Eitt af fallegri spilum sem umsjónarmaður briddsþáttarins rakst á í mótinu átti Ásta Sigurðardóttir, sem spilaði í kvennasveitinni Valdísi. Hún var sagnhafi í 4 spöðum í austur í eftirfarandi spili:

Gegn fjórum spöðum spilaði suður út laufaás. Skipti svo yfir í tígulgosa til að koma í veg fyrir að tígultaparar færu í hjartað sem suðri sýndist líklegast að brotnaði 3-3. Af sögnum að dæma gat vel hugsast að sagnhafi væri með sex spaða.

Ásta hugsaði sig um eftir tígulsvissið. Kannski ályktaði hún að gosinn gæti verið blekkispil, enda líklegra að suður væri með útistandandi punkta eftir að hafa komið inn á sagnir með laufsögn. Ásta drap heima, spilaði laufi og trompaði með drottningu. Tók tvo efstu í hjarta og trompaði smátt heima í hagstæðri 3-3 hjartalegu. Nú spilaði hún spaða á ás og spilaði svo fjórða hjartanu, norður má ekki trompa og kastaði tígli. Ásta kastaði þá síðasta laufinu heima, suður drap með blankri tíu og spilaði meira laufi. Ásta drap, lagði niður spaðakóng og spilaði nú tígli á kónginn.

Í tveggja spila endastöðu átti Ásta heima níuna blanka í spaða og tígulhund. Í blindum var fríhjarta og tígull. Hún spilaði nú síðasta hjartanu úr blindum og norður sá sína sæng uppreidda með gosa og trompfimmu. Tíundi slagurinn kom með framhjáhlaupi. 420 og 10 impar inn. NS-karlarnir teknir í bakaríið!

Gaman er að geta þess að sveit Valdísar var ekki eina hreina kvennasveitin í mótinu, enda stendur innreið kvenna í briddsinn yfir svo um munar. Mun fleiri konur eru í hópi nýliða hjá Bridgesambandi Íslands þessa dagana en karlar. Verður spennandi að sjá áhrif innrásarinnar til lengri tíma, því sannarlega er bridds íþrótt fyrir öll kyn og alla aldurshópa.

Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands, hefur rýnt í áhorf á síðustu leiki Íslandsmótsins í sveitakeppni sem fóru fram í lok apríl. Leikirnir voru sýndir á briddsforritinu Bridge Base Online eins og flestar helstu viðureignir í briddsheiminum þessa dagana.

„Það er mjög áhugavert að skoða áhorfstölur á BBO frá Íslandsmótinu í sveitakeppni. Það horfa yfir 6.500 manns á einstök spil þegar topparnir eru teknir í hverjum leik. Í heildina erum við sennilega að tala um vel yfir 10.000 áhorfendur,“ segir Matthías.

Allt bendir til vaxandi áhuga landsmanna á bridds. Um 20.000 Íslendingar eru samkvæmt athugunum virkir í spilamennsku en nýliðun hefur slegið öll met síðustu misseri.

Næsta stórverkefni í íslensku briddslífi er Evrópumótið. Ísland sendir lið í opnum flokki og kvennaflokki. Eftir öfluga frammistöðu í æfingaleik gegn hollensku Evrópumeisturunum á dögunum ríkir bjartsýni og spenna í herbúðum briddsara hvað varðar opna flokkinn og kannski koma íslensku valkyrjurnar sterkar inn einnig. Áfram Ísland!

Skylt efni: bridds

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...