Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður ávarpar sviðaveislugesti með tilþrifum. Síðan las hann upp úr nýrri bók sinni, Strand í gini gígsins, sem koma mun út á næsta ári.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður ávarpar sviðaveislugesti með tilþrifum. Síðan las hann upp úr nýrri bók sinni, Strand í gini gígsins, sem koma mun út á næsta ári.
Mynd / Björn Ingi Bjarnason
Líf og starf 8. nóvember 2021

Vegleg sviðaveisla

Höfundur: BIB

Hrútavinafélagið Örvar á Suður­landi og Vinir alþýðunnar héldu veglega sviðaveislu í Félags­heimilinu Stað á Eyrar­bakka fyrir skömmu.

Frumkvöðull sviðaveislunnar er Ásmundur Friðriksson, alþingis­maður í Suðurkjördæmi. Sviðin komu frá Magnúsi Geirssyni á Fornu­söndum og Kristjáni Magnús­syni frá Minna-Hofi.
Heiðursgestur var Siggeir Ingólfsson í Stykkishólmi, fv. staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað árin 2013 til 2019, og hélt hann margar þjóðlegar veislur á þeim tíma.

Núverandi staðarhaldarar á Stað, Ingólfur Hjálmarsson og Elín Birna Bjarnfinnsdóttir, með aðstoð Ólafs Ragnarssonar, sáu um veisluna nú. Þau ætla að halda veisluflöggum á lofti sem aldrei fyrr nú þegar birta fer í mannlífi eftir Covid-19.


Bogi Pétur Thorarensen, Selfossi, Ari Björn Thorarensen, Selfossi, Trausti Sigurðsson, Eyrarbakka, Halldór Páll Kjartansson, Eyrarbakka og Jón Karl Ragnarsson, Eyrarbakka, næla sér í veislumatinn.

Margir gestir voru í sviða­veislunni sem heppnaðist frábærlega. Mjög veglegt „bókalottó“ var í sviða­veislunni. Bjarni Harðar­son, Bókakaffið á Selfossi og Bóka­útgáfan Sæ­­mundur gáfu vandaðar bækur í lottóið í tilefni af 15 ára afmæli Bókakaffisins. Vigdís Hjartar­dóttir dró að árvissri venju út nöfn hinna heppnu.

Hrútavinafélagið Örvar var stofnað haustið 1999 á hrútasýningu hjá Bjarkari Snorrasyni að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna. Hrútavinafélagið er mannlífs- og menningarlegt samafl brottfluttra Vestfirðinga komna á Suðurland og heimamanna þar í héruðum til sjávar og sveita. Félagið hefur staðið að margþættu þjóðlegu menningarstarfi á Suðurlandi og víðar um land sem menn dást að með virðingarbrosi á vör.


Sviðaveislunefndin. F.v.: Ingólfur Hjálmarsson, Eyrarbakka, Ólafur Ragnarsson, Selfossi og Elín Birna Bjarnfinnsdóttir, Eyrarbakka.

Skylt efni: sviðaveisla | svið

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...