Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Útihátíðin Uxi 95 var einn gleðskapurinn sem haldin var um verslunarmannahelgina árið 1995, nánar tiltekið á Kirkjubæjarklaustri. Fjöldi innlendra og erlendra tónlistarmanna komu fram, einna minnisstæðust var hljómsveitin Prodigy sem lifir í minningunni sem einn af helstu menningarviðburðum tíunda áratugarins.
Útihátíðin Uxi 95 var einn gleðskapurinn sem haldin var um verslunarmannahelgina árið 1995, nánar tiltekið á Kirkjubæjarklaustri. Fjöldi innlendra og erlendra tónlistarmanna komu fram, einna minnisstæðust var hljómsveitin Prodigy sem lifir í minningunni sem einn af helstu menningarviðburðum tíunda áratugarins.
Líf og starf 11. júlí 2022

Vel varin með gleði í hjarta

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Útihátíðir hafa viðgengist svo elstu menn muna og þá undir margvíslegum formerkjum. Þó, að staðaldri er þar mannmergð, tónlist og ýmsar uppákomur.

Gjarnan dvelur fólk í tjöldum ef um ræðir lengri tíma en dagstund og þykir mörgum gaman að skvetta í sig sopanum.

Verslunarmannahelgin er stærsta helgi útihátíða, en þó hafa fyrstu þrjár helgarnar í júlí komið sterkar inn. Eru þar þekktastar Bræðslan á Borgarfirði eystri, sem upphaflega var haldin árið 2005 í tilefni 100 ára afmælis Jóhannesar Kjarvals listmálara, sem var fóstraður þar ungur að árum.

Var Emilíana Torrini fengin til að halda tónleika – sem hún gerði með stakri prýði innan dyra gamallar síldarbræðslu.

Nú í ár má finna listamenn undir merkjum Skálmaldar, Írafárs, Flott, Mugison&KK og Malen á sviðinu en löngu er uppselt á hátíðina sem verður þann 23. júlí.

Önnur vel kunn júlíhátíð er svo Eistnaflug sem haldin er fyrr í mánuðinum, nú í ár helgina 7.-9. júlí. Nafn hátíðarinnar er öfugsnúningur af nafni hátíðarinnar neistaflug, sem haldin er um verslunarmannahelgina, en líkt og Bræðslan var Eistnaflug haldið í fyrsta skipti árið 2005.

Þetta er þriggja daga (þunga) rokkhátíð sem fæstir ættu að láta framhjá sér fara, enda einstakur tónlistarsuðupottur eins og fram kemur á vefsíðu aðstandenda – og jafnvel listamenn á borð við Pál Óskar stigið þar á svið.

Hljómsveitirnar Sólstafir, Dark Funeral, Morpholith, Saktmóðigur og Igorr eru þar nöfn á lista í ár auk þess sem nokkuð verður um að erlendum gestahljómsveitum bregði þar fyrir.

Þriðja hátíð júlímánaðar sem kemst hér á blað er að sjálfsögðu LungA, en fyrst heyrðist af henni um aldamótin 2000.

Þar hefur aðalmarkmiðið verið að vekja athygli á menningu og listum auk þess að virkja sköpunarkraftinn undir sólargeislum dags og nætur. Þetta er fjölsótt hátíð, haldin vikuna 10.-17. júlí og má með sanni segja að þar megi víkka sjóndeildarhringinn á allan hátt. Meðal þess sem gestir geta unnt sér við eru dagleg sjóböð og sauna, bíómyndir, karaókí, listasmiðjur, gjörningar, tónlistar- flutningar, dans og margt fleira nytsamlegt sál og líkama.

Kæti í kjötinu

Hátíðir sem þessar hafa, þrátt fyrir litskrúðugt úrval gesta, farið nokkuð friðsamlega fram. Ef litið er yfir síðustu 30-40 ár eru þó nokkrar sem eru minnisstæðari en aðrar og ef til vill ofboðið sumum.

Mögulega lesendum Tímans þann 9. ágúst árið 1989, en á forsíðunni stóð stórum skýrum stöfum „Fimm þúsund smokka hátíð í Húnaveri“. Þeim sem brugðið hefur, hafa þó sjálfsagt samt sem áður fikrað sig aftar í blaðið, en í opnu þess var um fimmtán hundruð orða grein er lýsti á vel skrifaðan hátt verslunarmannahelgarhátíðinni „Húnaver ́89“ sem Jakob Magnússon Stuðmaður og félagar hans í bandinu stóðu fyrir.

Vísaði fyrirsögn greinarinnar í smokkaþurrð er varð á hátíðinni en þeir bæði seldust upp á svæðinu auk þess sem apótek nærliggjandi bæja voru þurrausin. Haft var eftir Jakobi Magnússyni að þegar hefðu farið í sölu fimm þúsund smokkar og væru frekari birgðir á leiðinni.

Djarflega en varlega

Þessi gífurlega sala hlýtur þó að vekja stolt heilbrigðisyfirvalda – að almenningur skuli verja sig svona vel, en þremur árum áður tröllreið ein minnisstæðasta auglýsingabylgja Íslands yfir, „Smokkaplakötin“ svokölluðu.

Mikið var um ærsl og læti á hátíðinni en þó báru nærsveitarmenn aðkomufólki vel söguna. Það er því gleði- og þakkarvert að svo skuli hafa farið í það skiptið, þrátt fyrir æsilega fyrirsögn, og voru aðstandendur að sama skapi ánægðir.

Útihátíðir er eitthvað sem ber að njóta til fulls, fara djarflega en varlega.

Á döfinni í júlí....
Austurland og Austfirðir

7.-9. júlí Eistnaflug, árleg tónlistarhátíð í Neskaupstað

8.-10. júlí Bæjar- og fjölskylduhátíðin Vopnaskak á Vopnafirði

8.-10. júlí Sumarhátíð UÍA – Íþróttahátíð á Egilsstöðum

9. júlí Dyrfjallahlaupið á Borgarfirði eystri, 12 eða 14 km 

10.-17. júlí Listahátíðin LungA, tónleikar og list á Seyðisfirði 

14.-17. júlí Bæjarhátíðin Útsæðið á Eskifirði, kassabílarallí, kvöldvaka, flugeldasýning og margt fleira Tónlistarhátíðin

23. júlí Bræðslan

Norðurland & Norðausturland

28. júní-10. júlí Hríseyjarhátíð

6.-10. júlí Þjóðlagahátíð Siglufjarðar, dansar, námskeið, tónleikar

14.-17. júlí Húnavaka – Bæjarhátíð sem haldin er á Blönduósi 

15.-17. júlí Miðaldadagar á Gásum við Hörgárósa í Eyjafirði

22.-24. júlí Mærudagar Húsavíkur

23. júlí Fjölskylduhátíðin Trilludagar á Siglufirði, útsýnis- siglingar, trilluball og markaðir

Reykjanes, Suðurland, Suðaustur- & Suðvesturland

3.-10. júlí Landsmót hestamanna á félagssvæði Geysis á Rangárbökkum á Hellu

7.-10. júlí Kótelettan – Fjölskyldu- og tónlistarhátíð á Selfossi 

8.-10. júlí Flughátíðin á Hellu; karamellur, grillveisla og skýlisball 

16.-17. júlí Götubitahátíð í Hljómskálagarðinum, stærsta matarvagna- og götubitahátíð landsins

Vesturland, Norðvesturland & Vestfirðir

7.-10. júlí Sandara- og Rifsaragleði í Snæfellsbæ

9. júlí Bátadagar á Breiðafirði 9. júlí 2022, haldnir af félagi áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum. Farið verður til Hvalláturs þar sem rekin var afkastamikil bátasmíðastöð fram á 7. áratug síðustu aldar. 

14.-17. júlí Hlaupahátíð á Vestfjörðum þar sem keppt er í hlaupum, hjólreiðum, sjósundi og þríþraut

16. júlí Ögurball í Súðavík

20.-24. júlí Eldur í Húnaþingi – Bæjarhátíð á Hvammstanga

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...