Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Seyðisfjörður í heild sinni er uppspretta brautarinnar sem ber heitið Land, en sjónum verði beint að því hvað þar megi finna, hvað hægt er að borða af því sem finnst í firðinum.
Seyðisfjörður í heild sinni er uppspretta brautarinnar sem ber heitið Land, en sjónum verði beint að því hvað þar megi finna, hvað hægt er að borða af því sem finnst í firðinum.
Mynd / Aðsendaqr
Líf og starf 30. nóvember 2022

Vinna með bilið milli manns og lands

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Ný námsbraut sem ber yfir­skriftina Land verður í boði í LungA skólanum á Seyðisfirði frá og með næsta hausti.

Undirbúningur við að setja brautina saman stendur nú sem hæst, en mánaðarlangri prufuönn verður ýtt úr vör í janúar næstkomandi.

Hilmar Guðjónsson, einn af kennslustjórum nýrrar námsbrautar við LungA skólann á Seyðisfirði.

Hilmar Guðjónsson, einn af kennslustjórum námsbrautarinnar, segir að Seyðisfjörður í heild sinni sé uppspretta brautarinnar, Land, en sjónum verði beint að því hvað þar megi finna, hvað hægt er að borða af því sem finnst í firðinum auk þess sem farið verði yfir þætti eins og hvernig hægt sé að geyma matinn, á hvern hátt hægt sé að lesa landið, hvernig hægt er að ferðast sporlaust um það.

Auðmýkt fyrir uppruna hefur dofnað

„Við sökkvum okkur ofan í allt sem viðkemur landinu og reynum að hugsa hlutina upp á nýtt, skoða þá frá öðru sjónarhorni. Ætlunin er að reyna að þróa eins konar tilfinningu fyrir því hvernig er að tilheyra náttúrunni, landinu okkar og að fara vel með það,“ segir Hilmar.

„Það er ákveðin tilgáta okkar sem standa að skólanum, að með hraða samfélagsins og auðveldu aðgengi okkar að nánast hverju sem hugurinn girnist, hafi ákveðin virðing eða auðmýkt fyrir uppruna og tilurð dofnað. Innan þessarar tilgátu viljum við vinna með bilið milli mannsins og landsins, spyrja okkur spurninga eins og; hvað er innan áhrifahrings okkar og innan hvaða áhrifahrings stöndum við? Hvað er að lifa með landinu en ekki bara á því?“ segir Hilmar.

Námið á námsbrautinni er byggt upp m.a. á mikilli útiveru, farið verður vítt um fjörðinn og upp til fjalla. Safnað verður saman ýmsu því sem hægt er að nýta til matar og verka, bæði á landi og sjó.

Námið er byggt upp á mikilli útiveru, farið verður vítt um fjörðinn og upp til fjalla. Safnað verður saman ýmsu því sem hægt er að nýta til matar og verka, bæði á landi og sjó.

Landið er fjársjóðskista

„Við munum horfa nær okkur en ella og bjóða til okkar sérfróðum leiðbeinendum til að kenna okkur á möguleika nærumhverfisins. Hvaða tækifæri eru fólgin í t.d. melgresi, þangi og þara, rótum og roði. Við viljum að þátttakendur námsbrautarinnar hafi prufað á eigin skinni hvernig það er að verka hráefnin sem leynast allt í kring. Landið er fjársjóðskista og í þessari nýju námsbraut ætlum við að læra hvernig við umgöngumst hana og stuðla að því að þessi fjársjóður verði aðgengilegur fyrir komandi kynslóðir,“ segir Hilmar. Umsóknir eru þegar farnar að berast svo áhugi fyrir nýju námsbrautinni er greinilega fyrir hendi.

Allt að tvöfaldast

Alls verða tuttugu nemendur teknir inn í hvern hóp, en LungA hefur nokkur undanfarin ár boðið upp á nám sem er listatengt og er fyrirkomulag skólans í anda lýðskóla. Þegar nýrri námsbraut verður bætt við næsta haust verða því um 40 nemendur við nám í skólanum á hverri önn. Nú eru starfsmenn sex talsins í hlutastörfum en verða helmingi fleiri. „Það er allt að tvöfaldast hjá okkur, umsvifin að aukast og mikill hugur í fólki að standa sem best að þessu svo upplifun og hagur allra verði sem bestur,“ segir Hilmar.

LungA hafði endurbyggt gamla netagerð er skólinn fékk að gjöf frá Síldarvinnslunni fyrir nokkrum árum, en netagerðin hefur hýst alla helstu starfsemi skólans síðan.

En í ljósi lærdóms af aurskriðunum sem féllu síðla árs 2020 liggur þó fyrir að ekki er forsvaranlegt að starfrækja skóla í nýuppgerðu húsinu vegna skriðuhættu. „Það var ákveðið bakslag vissulega, en við erum að skoða hvernig hægt er að bregðast við, það er mikill áhugi hér og metnaður fyrir að standa sem allra best að málum og bjóða upp á aðstöðu eins og best verður á kosið, og nýtt húsnæði er nauðsynlegt,“ segir Hilmar.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...