Bakaður Brie-ostur og grillað flatbrauð
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Þennan rétt tekur bara augnablik að útbúa og er hægt að njóta hans með vinum við grillið, en svo er líka bara hægt að baka hann í ofni. Gott er að dýfa ristuðu súrdeigsbrauði í ostinn eða smyrja það með ostinum.
Bakaður Brie-ostur
– hunangs- og pecangljáður
- Einn Brie-ostur eða annar
- sambærilegur ostur
- Ein lúka pecan-hnetur um 150 g, gróft hakkaðar
- ¼ bolli púðursykur
- 2 matskeiðar hunang
Hitið ofninn í 160 gráður.
Í skál blanda saman pecan-hnetum, púðursykri og hunangi.
Setjið ostinn í grunnt fat eða eldfasta pönnu og toppið með pecan-hnetum og sykurblöndunni.
Bakið í 10–15 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna ögn svo engin brenni sig. Framreiðið með ristuðu brauði eða stökku kexi.
Papriku- og chilihummus með grilluðu flatbrauði
Geggjað nart til að bjóða upp á undan og á meðan grillveislan er undirbúin. Hummus með grilluðu flatbrauði sem hefur verið penslað með ólífuolíu og kryddað með góðu salti og smá blóðbergi eða timjan.
Fyrir hummus:
- Lítil dós niðursoðnar kjúklingabaunir, sem búið er að skola (flott að geyma nokkrar kjúklinga sem skraut)
- ¼ bolli tahini sesam mauk (í krukku)
- 1 stk. brennd paprika (á grilli eða kaupa klárar í krukku)
- ¼ bolli ferskur sítrónusafi
- Ein matskeið harissa chilikrydd eða chilisósa
- ½ tsk. salt
- ½ tsk. malað cumin-duft
- ¼ tsk. malað kóríanderduft
Öllu hráefninu er blandað saman í matvinnsluvél og unnið saman þar til blandan er slétt. Hún er svo geymd í kæli þar til brauðið er framreitt með hummus til hliðar.
Fyrir grillað flatbrauð:
- Eitt stykki tilbúið pitsudeig (hægt að kaupa tilbúið eða gera frá grunni)
- 2 msk. ólífuolía
- Ein tsk. blóðberg eða timjan
- ½ tsk. gott salt
Til að undirbúa flatbrauðið skaltu byrja með því að hita grillið í 250 gráður.
Skiptu deiginu í tvennt. Rúlla út hvorn helming á hveiti stráðu yfirborði þar til það er um það bil ? af sentimetra á þykkt – eða jafnvel þynnra fyrir stökkt flatbrauð.
Penslið deigið með matskeið af ólífuolíu, og stráið yfir með ½ teskeið af timjan og ¼ teskeið af góðu flögusalti. Grillað í 4–8 mínútur.
Ofnbakaður eða grillaður rabarbari með ís og rauðum marengs
- 550 g rabarbari
- 85 g hrásykur
Aðferð
Hitið ofninn að 200 gráðum. Skolið rabarbara og setjið í sigti, skera rabarbarann í bita í fingurlengd.
Setjið rabarbarann í grunnt ofnfast fat eða kökuform með hliðum, blandið saman við sykurinn, veltið saman.
Lokið vel með álpappír og bakið í 15 mínútur. Fjarlægðu álfilmuna. Sykurinn ætti þá að vera leystur upp. Veltið bitunum og steikið í fimm mínútur til viðbótar. Til að athuga hvort rabarbarinn er tilbúinn skuluð þið prófa að skera aðeins í hann með beittum hníf. Rabarbarinn ætti að vera mjúkur, en halda samt lögun sinni. Framreiðið með ís, berjum og marengs.
Berjamarengs
- 2 eggjahvítur
- 1 msk. frælaus rauð hindberjasulta (við stofuhita)
- 6 dropar af rauðum matarlit
- 1/3 bolli af sykri
- 1/3 bolli sigtaður flórsykur
- Smjörpappír til að baka á
Hafið eggjahvítuna í stofuhita í 30 mínútur. Setjið smjörpappír á bökunarplötu.
Forhitið ofninn í 160 gráður.
Hrærið saman hindberjasultu og matarlitnum í skál. Setjið til hliðar.
Blandið sykri og flórsykri saman og setjið svo til hliðar. Þeytið eggjahvíturnar með rafmagnshrærivél á miðlungshraða þar til mjúk froða hefur myndast. Bætið því við sykurblönduna, ein matskeið í einu og þeytið í fimm til sjö mínútur á meðalhraða – eða þar til marensinn er stífur og glansandi og sykurinn er búinn að leysast upp.
Notaðu spaða til að blanda 1/2 bolla af marengsblöndunni varlega saman við sultuna, svo er restinni varlega blandað saman við.
Notaðu sprautupoka til að sprauta marens í hjörtu, stangir eða bara smyrja flatt á bökunarpappír
Setjið bökunarplötur í forhitaðan ofninn. Slökkvið á ofninum. Látið marengsinn þorna í ofni, með dyrnar lokaðar í eina klukkustund eða þar til þurr og skörp húð hefur myndast. Mikilvægt er að hann sé samt enn ljós á litinn. Láttu hann kólna á pappír. Taktu marengsinn varlega af pappírnum og bjóðið upp á sem skraut með berjum og góðum ís að eigin vali.