Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Girnilegir tómatar og grillaðar kótilettur
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 14. ágúst 2015

Girnilegir tómatar og grillaðar kótilettur

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Tómatar eru vanmetið hráefni sem oft er tekið sem sjálfsögðum hlut. Við veljum ekki alltaf tómatana eftir tilefninu og þurfum að gæta að gæðunum. Nú er mikið úrval af flottum  íslenskum tómötum á markaðnum en þeir eru ekki alltaf fullþroskaðir þegar þeir koma í verslanir.
 
Við gætum tekið Ítali okkur til fyrirmyndar og sett aðeins fullþroskaða tómata á markað, sem eru rauðir innan sem utan. Grænu tómatana má kryddleggja og nota í tómatsultur. Bragðbestir eru tómatarnir þegar þeir eru vel þroskaðir, skornir í sneiðar með bragðmildum fersk­um mossarella-osti og basil. Svo má leika sér með sósur og sultur þegar þeir eru of linir og of þrosk­aðir fyrir skurð. 
 
Hér eru girnilegar sósu- og sal­at­­­upp­skriftir þar sem tómatarnir eru í aðalhlutverki. Hin suðræna tómat-Chimichurri sósa fer vel með íslenskum lambakótilettum og svíkur engan.
 
Sveita-tómatsósa (ketchup)
Skemmtilegur og auðveldur morg­un­verður sem auðvelt er að borða á hlaupum áður en farið er í fjós eða til annarra morgunverka. Það er óhætt að frysta bollakökurnar og stinga í örbylgjuofn þegar á að borða.
 
  • 12 stk.  þroskaðir tómatar
  • 1  chili-pipar, sneiddur  
  • og fræ­hreinsaður
  • 1–2 msk flögusalt
  • Edik (5 prósent af heildarþyngd)
  • 100–200 g sykur
  • 1/2 tsk pipar (cayenne)
  • 2 tsk paprikuduft 
  • 2 tsk sinnepduft
  • 1/2 msk heilpiparkorn
  • 1 tsk sinnepsfræ
  • 1 stk lárviðarlauf
 
Aðferð
Dýfið tómötunum í sjóðandi vatn í 30 til 60 sekúndur eða þangað til hýðið fer að flagna af. Dýfið í kalt vatn og takið hýðið af. Skerið í bita og bætið í chili og  paprikudufti. Látið  suðuna koma upp og látið malla í 20 mínútur með loki. Sameinið restina af hráefninu  í kryddpoka eða tesíu, bætið við ediki og látið sjóða í sér potti. Lækkið hitann og eldið í  20 mín­útur. Fjarlægið kryddblöndupoka og sameinið edikblönduna  og tómatmaukið. Bætið við sykri og salti og látið sjóða við vægan hita þar til blandan hefur þykknað örlítið. Hægt er að setja maukið heitt í hreinar krukkur fyrir góðan geymslutíma í kæli. Nú eruð þið komin með góða sósu  sem hentar t.d. sem fullkomin pastasósa með ögn af capers og parmesanosti.
 
Tómat- og mozzarella caprese salat
  • 8 sneiðar af fullþroskuðum  tómötum
  • 2 matskeiðar balsamic edik
  • 8 miðlungslauf ferskt basil
  • 8 sneiðar ferskur mozzarella-ostur
  • Smá þurrkað oregano
  • Flögusalt
  • Ferskur malaður pipar
  • 2 matskeiðar jómfrúarolífuolía
Aðferð 
Raðið sneiddum  tómötum á  fat. Setjið eitt basillauf ofan á hverja tómatsneið. Setjið eina sneið af mozzarella ofan á hvert basillauf svo það myndist lög. Stráið smá  oregano, salti og ferskum möluðum pipar yfir og úðið yfir með jómfrúarólífuolíu. Endið með smá balsamic ediki.
 
Tómat-Chimichurri sósa:
  • 4 hvítlauksrif
  • 1 handfylli steinselja, lauslega söxuð
  • 1 handfylli ferskur kóríander, lauslega saxaður
  • ½ knippi ferskt basil, lauslega saxað
  • 1 bolli þroskaðir tómatar, 
  • fræhreinsaðir og grófhakkaðir
  • 2 tsk tómatmauk (tomatpure) 
  • 10 matskeiðar jómfrúarólífuolía
  • 3 matskeiðar hrísgrjónaedik (eða annað edik)
  • 2 tsk  salt
  • ½ tsk nýmalaður svartur pipar
  • ¼ tsk Tabasco sósa
 
Aðferð
Blandið saman  hvítlauk, steinselju, kóríander, basil, tómat og tómatmauki í matvinnsluvél eða morteli. Bætið við olíu og ediki og blandið  1–2 mínútur eða þar til sósan er mjög slétt. Bætið Tabasco ef fólk vill og smakkið til með salti og pipar. Sósa getur verið  í kæli í nokkra daga en er best rétt eftir blöndun.
 
 
Lambakótilettur
  • 6 hvítlauksrif, sneidd fínt
  • 3 matskeiðar olía
  • Flögusalt og ferskur malaður pipar eftir smekk
  • 8–10 stk.  þversneiddar 
  • lambakótilettur
 
Aðferð
Sameinið  hvítlauk, kryddjurtir og olíu. Nuddið kótiletturnar með salti og pipar og smyrjið með jurta- og hvítlauksblöndu. Setjið í plastpoka og geymið í kæli í 1–2 klst.
 
Byrjið að hita  grillið, þá er kjöt­ið tekið úr kæli og leyft að ná stofuhita. Grillið lambið  yfir miðlungshita í um 4 mínútur á hvorri hlið, snúið bara einu sinni. 60° C í kjarnahita er miðlungs­steikt en flestir vilja kótilettur stökkar og vel eldaðar. Berið fram með Chimichurri-sósu sem er hellt yfir kjötið með aukaskammt til hliðar.

5 myndir:

Einfalt og gott um jólin
Matarkrókurinn 20. desember 2024

Einfalt og gott um jólin

Allir vilja hafa hlutina eftir sínu höfði um jólin og hefðirnar í flestum fjölsk...

Graflax hjólarans
Matarkrókurinn 11. desember 2024

Graflax hjólarans

Alveg eins og það var einu sinni leiðinlegt að fá sokka í jólapakkann en svo gam...

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...