Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslenskir tómatar eru frábærir
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 2. júlí 2021

Íslenskir tómatar eru frábærir

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Íslensku tómatarnir eru frábærir og oft marglitir í ýmsum stærðum, mikið hefur aukist úrvalið af íslenskum tómötum og gætum við tekið Ítali okkur til fyrirmyndar að setja aðeins fullþroskaða tómata á markað, sem eru rauðir innan sem utan.

Svo má leika sér með sósur og sultur þegar þeir eru of linir og of þroskaðir fyrir skurð.

Tómatsalsa eða góð pitsusósa
  • 12 stk. þroskaðir tómatar
  • 1 chili, sneiddur og fræhreinsaður
  • 1-2 msk. flögusalt
  • edik (5 prósent) af heildarþyngd
  • 100-200 g sykur
  • 1/2 tsk. pipar (cayenne)
  • 2 tsk. paprikuduft
  • 2 tsk. sinnepsduft
  • 1/2 msk. heil piparkorn
  • 1 tsk. sinnepsfræ
  • 1 stk. lárviðarlauf

Dýfið tómötunum í sjóðandi vatn í 30 til 60 sekúndur, eða þangað til skinnið fer að flagna af.

Dýfið í kalt vatn, takið skinnið af. Skerið í bita og bætið við chili og paprikudufti. Látið suðuna koma upp og látið malla í 20 mínútur með loki. Sameinið restina af hráefni í kryddpoka eða tesíu, bætið við ediki og látið sjóða í sér potti. Lækkið niður hitann og eldið í 20 mínútur.

Fjarlægið kryddpoka og blandið saman edikblöndu og tómatmauki. Bætið við sykri og salti, látið sjóða við vægan þar til blandan hefur þykknað örlítið. Hægt er að setja maukið heitt í hreinar krukkur fyrir góðan geymslutíma í kæli.

Þetta fullkomin pastasósa með ögn af capers og parmesanosti og góð á pitsu.

Tómata- og mozzarella Caprese-salat á pitsu
  • 8 sneiðar af fullþroskuðum tómötum
  • 2 matskeiðar balsamic-edik
  • 8 miðlungs lauf af ferskri basiliku
  • 12 sneiðar ferskur mozzarellaostur
  • Smá þurrkað oregano
  • flögusalt
  • ferskur malaður pipar
  • 2 matskeiðar jómfrúarolífuolía

Raðið sneiddum tómötum á fat og setjið eitt basilikulauf ofan á hverja tómatsneið.

Setjið eina sneið af mozzarella ofan á hvert basiliku lauf svo það myndist lög.

Stráið smá oregano, salti og ferskum möluðum pipar, og úðið yfir með jómfrúarólífuolía. Endið með smá balsamic-ediki.

Forbakið pitsudeigið, penslið með ólífuolíu, raðið tómötunum og bakið örstutt undir grilli.

Tómat-salat á bökuðu brauði
  • 4 hvítlauksrif
  • 1 handfylli steinselja, lauslega söxuð
  • 1 handfylli ferskur kóríander, lauslega saxaður
  • ½ knippi fersk basilika, lauslega söxuð
  • 1 bolli þroskaðir tómatar, fræhreins- aðir og hakkað gróft
  • 2 tsk tómatmauk (pure) 10 matskeiðar jómfrúar ólífuolía
  • 3 matskeiðar hrísgrjón edik (eða annað edik)
  • 2 tsk. salt
  • ½ tsk. nýmalaður svartur pipar
  • ¼ tsk. tabasco-sósa
Tómatasamloka

Blandið saman hvítlauk, steinselju, kóríander, basiliku, tómat og tómatmauki í matvinnsluvél eða mortéli. Bætið við olíu og ediki og blandið í 1-2 mínútur, þar til sósa er mjög slétt. Bæta tabasco við ef fólk vill og smakkið til með salti og pipar. Sósa getur verið í kæli í nokkra daga.

Svo er raðað lagskipt tómötum basiliku og ristuðu brauði.

Skylt efni: íslenskir tómatar

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...