Rabarbaraveisla og hrossakjöts-tartar
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Þeir sem eru með rabarbara í garðinum sínum eru líklega að fá fyrstu uppskeruna um þessar mundir. Margir gera sultu úr honum eða graut og aðrir nota hann í eftirrétti. Það er upplagt að frysta rabarbarann og búa til góðgæti úr honum síðar.
Það er auðvelt að útbúa hrosskjöts-tartar með rúgbrauði og steinseljupestó. Ekki þarf að elda kjötið en mikilvægt er að hráefnið sé nýtt og fyrsta flokks. Rétturinn er frægur þótt flestir þekki nauta-tartar með hrárri eggjarauðu og piparrót, rauðrófum og kapers.
Hrossakjöts-tartar
- 250 g hrossakjöt, helst file eða lund
- 1 tsk. sinnep
- 1 msk. fínt hakkað skalottlaukur
- 6 sneiðar af rúgbrauð
Steinseljupestó
- Stór handfylli steinselja eða önnur kryddjurt
- ½ hvítlauksrif, söxuð
- 1 bolli rifinn ostur, t.d. parmesan
- ½ bolli valhnetur
- 1 msk. eplaedik
- ½ bolli ólífuolía
- salt og pipar
- Stökkt brauð
Skerið rúgbrauð. Helminginn undir tartarinn og svo nokkrar sneiðar til skrauts, eins þunnt og hægt er. Skrautbrauðið er bakað þar til gullið og stökkt í ofni við 200 ° í 5–10 mín.
Tartar
Saxið kjötið í hakkavél eða matvinnsluvél. Blandið sinnepi og skalottlauk í tartarinn ásamt salti og pipar. Kælið þangað til á að framreiða.
Steinseljupestó
Keyrið saman öll innihaldsefni í matvinnsluvél eða í morteli. Kryddið með salti, pipar og ediki.
Berið fram á rúgbrauðinu með tartarnum, stökku rúgbrauði og pestó. Nokkrar kryddjurtir til skrauts. Það má líka krydda og skreyta með niðurlögðum perlulauk eða því sem er við hendina.
Rabarbara- og jarðarberjasulta
- 500 g rabarbari
- 500 g sykur
- 400–500 g jarðarber
- (má nota önnur ber)
Sjóðið saman rabarbara og sykur í frekar þunna sultu. Bætið jarðarberjunum í síðasta hálftímann (það má nota frosin ber). Geymið í krukkum á köldum stað.
Rabarbari með rjóma
- ½ lítri rjómi
- 300 g ferskur rabarbari
- 150 g af sykri
- ½ tsk. rifinn börkur af sítrónu
- Safi úr ½ appelsínu
- 1 vanillufræbelgur
- 1 lítil klípa af salti
Opnið vanillufræbelginn eftir endilöngu og skafið út fræin með hníf. Hrærið í vanillu, sykur ásamt öðrum innihaldsefnum í ofnfast fat. Setjið inn í ofn með álpappír eða loki og bakið í 30 mínútur. Slökkvið svo á ofninum og látið standa þangað til ofninn er orðinn kaldur. Framreiðið í sneiðum með jarðarberjum og rabarbara.
Og svo er hægt að gera stökk fræ og hafra og strá yfir. Það er eitt besta múslí sem þú færð (hér er uppskrift á eftir).
Bökuð korn og fræ
- 100 g af bókhveiti (hægt að kaupa fræ og kornblöndur)
- 100 g af sólblómafræi
- 100 g af hafraflögum
- 200 g af vatni eða ávaxtasafa
- 200 g af hrásykri
- 5 g salt
- 50 g af olíu
Blandið öllu hráefni saman og setjið á bökunarpappír (þunnt lag). Bakið við 160 °C í 40–60 mínútur. Hrærið nokkrum sinnum svo blandan bakist jafnt og fræin og kornin verði ljósbrún og stökk. Geymist í loftþéttum umbúðum.
Hjónabandssæla
- 2 bollar haframjöl
- 2 bollar hveiti
- 2 bollar hrásykur (gott að blanda með púðursykri)
- 2 bollar möndlumjöl
- 2 tsk. matarsódi
- 250 g íslenskt smjör í teningum
- 2 egg
Þetta er uppskrift í tvær kökur eða nokkrar litlar. Blandið öllum þurrefnum saman í matvinnsluvél og bætið síðan út í smjöri og eggjum. Þrýstið rúmlega helmingi af deiginu ofan í smurt form eða pönnu. Ofan á er smurt rabarbarasultu og hinum helmingnum af deiginu dreift yfir sultuna. Bakað við 200 °C í um 30 mín.