Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Áhugaleikhús okkar landsmanna
Menning 7. júní 2023

Áhugaleikhús okkar landsmanna

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú í um það bil eitt og hálft ár hefur Bændablaðið staðið fyrir reglulegum greinaskrifum um áhugaleikhúsin í landinu.

Mikill og stöðugur áhugi hefur verið á kynningu á starfsemi þeirra, enda kemur þar að fólk úr öllum starfsstéttum og um mikilvægan og merkilegan þátt menningarlífs okkar að ræða. Gott samstarf hefur verið við framkvæmdastjóra Bandalags íslenskra leikfélaga, Hörð Sigurðarson, sem hefur unnið afar gott starf í þágu áhugaleikhúsa, og deildi hann fúslega með okkur þeim upplýsingum sem innt var eftir.

Þá helst er varðaði tilvonandi sýningarhöld leikhúsanna, uppákomur, fundi eða annað, auk þess að gauka að okkur áhugaverðu efni sem annars hefði ekki komist á síður blaðsins.

Farið hefur verið víða og lesendur kynnst glaum og gleði landshorna á milli, sorg og sút á sviðum leikhúsa okkar Íslendinga.

Vaninn er sá að vertíðir áhugaleikhúsa séu haust og vor og því ætlum við hér hjá Bændablaðinu að gefa umfjöllunum er varða áhugaleik svolítið sumarfrí.

Nú vil ég sem þetta skrifar bjóða öllum þeim sem vilja að hafa samband í sumar ef kemur til þess að það verða í boði námskeið, leiksýningar eða aðrar uppákomur sem gaman væri að fjalla um eða koma á framfæri.

Við óskum áhugaleikhúsfólki og unnendum leiklistar gleðilegs sumars og hlökkum til að taka upp þráðinn í haust.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...