Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tvær þriggja nýútgefinna bóka sem fjallað er um.
Tvær þriggja nýútgefinna bóka sem fjallað er um.
Menning 6. júní 2023

Bókaútgáfa Félags ljóðaunnenda

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var stofnað árið 1996 og innan skamms urðu félagarnir yfir eitt hundrað að tölu en það hefur haldist nær óbreytt síðan.

Segir formaðurinn, Magnús Stefánsson, frá því að þarna hafi orðið til sameiginlegur vettvangur ljóðaunnenda og skálda. Félagið hefur verið hugsað sem sameiginlegur vettvangur höfunda og annarra ljóðaunnenda þar sem félagsmenn eru hvattir til, og studdir í, að gefa út eigin verk enda ljóðahefð Austfirðinga sterk.

Fyrsta bók hins nýja ljóðafélags, Raddir að austan – Ljóð Austfirðinga, var útgefin árið 1999, en þar má finna ljóð og lausavísur eftir 122 austfirska höfunda sem allir voru á lífi við útkomu bókarinnar. Tveimur árum síðar hóf félagið útgáfu á flokki ljóðabóka sem ber nafnið Austfirsk ljóðskáld og hefur útgáfan haldist árlega nú í rúm tuttugu ár.

Sú nýjasta kom út sl. haust, Öræfanna andar svífa, en þar má finna úrval ljóða fjögurra systkina frá Heiðarseli í Jökuldalsheiði. Bók númer 23 er í undirbúningi, ljóð Iðunnar Steinsdóttur frá Seyðisfirði. Magnús segir frá því að fljótlega hafi framboðið aukist verulega, ljóðahandrit orðið fleiri en komust að í flokknum og félagið fór að gefa út það sem þau nefni „aukabækur“. Svo skemmtilega vill til að þær eru líka orðnar 22 talsins og félagið þá alls gefið út 44 bækur.

Erfitt sé þó að láta sölu ljóðabóka standa undir útgáfukostnaði en félagið njóti góðs af styrkjum. Má þar nefna Uppbyggingarsjóð Austur- lands, sem hefur styrkt útgáfuna mörg síðustu ár, auk sveitarfélaga á Austurlandi. Félagar greiði ekki eiginlegt félagsgjald heldur kaupa eitt eintak af bókum í flokknum Austfirsk ljóðskáld og gera þannig félaginu kleift að halda bókaútgáfunni áfram.

Auk bókar systkinanna frá Heiðarseli voru nýverið gefnar út bækurnar Söngvar norðursins, eftir Grænlendinginn Knud Rasmussen, í þýðingu Björns Ingvarssonar.

Var Knud þekktur fyrir heimskautsleiðangra sína og rannsóknir á norðurslóðum enda afar sterk tenging við náttúruna einkennandi í verkum hans.

Einnig var gefin út bókin Ekkert eitt eftir Söndru Ólafsdóttur, sem hefur skrifa sig í gegnum erfiðar tilfinningar ýr myrkri í ljós. 

Bæjarnöfn á ská og skjön
Líf og starf 11. apríl 2025

Bæjarnöfn á ská og skjön

Nöfn íslenskra bæja og býla til sveita eru fjölskrúðug, svo ekki sé dýpra í árin...

Prjónavetri lýkur
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurj...

Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30%...

Bændablaðið á Suðurskautinu
Líf og starf 8. apríl 2025

Bændablaðið á Suðurskautinu

Hjörleifur Jóhannesson flugstjóri greip Bændablaðið með sér á Suðurskautslandið ...

Búvörusýning í Reykjavík
Líf og starf 8. apríl 2025

Búvörusýning í Reykjavík

Snemma árs 1984 hófst samstarf mjólkurdagsnefndar og markaðsnefndar landbúnaðari...

Dropinn holar steininn
Líf og starf 7. apríl 2025

Dropinn holar steininn

Eins og áður hefur komið fram er tískuiðnaðurinn mikill skaðvaldur náttúrunnar. ...

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit
Líf og starf 3. apríl 2025

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit

Helgina 15.-16. mars fór fram alþjóðlegt skákmót í félagsheimilinu Skjólbrekku í...

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti
Líf og starf 2. apríl 2025

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti

Matreiðslukeppni fyrir áhugakokka var haldin á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. m...