Búum til betri heim
Menning 23. apríl 2024

Búum til betri heim

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Þeir eru æ fleiri sem hafa sterkmótaða framtíðarsýn jákvæðra umhverfis- og mannlífsþátta, en samtök GCFA (Green Carpet Fashion Awards) miða að því að varpa ljósi á einstaklinga og fyrirtæki sem reynast mikilvæg í sameiginlegri umbreytingu allra samfélaga.

Viðburður græna dregilsins, sem fyrst var haldinn árið 2017, fagnar jákvæðum öflum tískuheimsins sem mikilvægs fordæmis fyrir komandi kynslóðir.

Viðurkenningar og verðlaun eru veitt þeim sem þykja standa hvað fremst í því að knýja fram samtengdar menningarbreytingar á sviði stjórnmála-, félags- eða umhverfis. Alls eru teknir til sex þættir sem saman mynda óaðskiljanlega taug breytinga í samfélaginu. Skiptast þeir í (lauslega þýtt): Græðarann, Sendiboðann, Framtíðarsinnann, Spekinginn, Uppreisnarmanninn og Hugsjónamanninn. Tilgangur GCFA er að vekja athygli á þessum einstaklingum og virkja næstu kynslóð alþjóðlegra leiðtoga sem sameiginlega geta átt sterkan þátt í að leggja til pólitískar, félagslegar og umhverfislegar lausnir í átt að betri framtíð.

Nú í byrjun marsmánaðar var árlegur viðburður GCFA haldinn og verðlaunaafhending þeirra sviða sem voru nefnd hér að ofan voru eftirfarandi:

The Healer Awards/Verðlaun græðarans hlaut Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna og sérstakur erindreki SÞ um loftslagsbreytingar, auk þess að vera meðstofnandi og stjórnarformaður The Elders og stofnandi Project Dandelion (alþjóðlegrar herferðar kvenna í garð loftslagsmála).

Verðlaunin hlaut hún fyrir tímamótastarf við að berjast fyrir mannréttindum og áherslu hennar á skuldbindingu efnaðra þjóðfélaga þegar kemur að fjármögnun verulegs taps og skaða fátækari landa vegna áhrifa loftslagskreppunnar.

The Messenger Awards/ Verðlaun sendiboðans féllu í skaut Kalpona Atker, stofnanda og framkvæmdastjóra Bangladesh Center for Worker Solidarity (BCWS). Kalpona var fórnarlamb barnaþrælkunar en er í dag alþjóðleg baráttukona réttinda vinnufólks. Verðlaunin eru viðurkenning hugrekkis hennar, þrautseigju og forystu í að vekja athygli alþjóðastofnana á málum þrælkunar og að halda vörumerkjum ábyrgum.

The Visionary/Verðlaun hugsjónamannsins hlaut Angaangaq Angakorsuaq, grænlenskur umhverfissinni og vörður fornra sjamanískra hefða. Með störfum sínum við loftslagsvernd, málefni frumbyggja og hefðir þeirra kemur hann á framfæri mikilvægi þess að mannkynið komi fram við jörðina af virðingu.

The Rebel Awards/ Verðlaun uppreisnarsinnans féllu í hlut tónlistarmannsins John Legend, fyrir vinnu sína að umbótum á refsirétti er viðkemur kynþáttafordómum og misrétti auk þess að vera óþreytandi baráttumaður félagslegs réttlætis.

The Futurist Awards / Verðlaun framtíðarsinnans hlutu úgandísku hjónin Bobi Wine forsetaframbjóðandi og eiginkona hans Barbie Kyagulanyi, en þau þykja fyrirmynd í því að vilja stöðva hatur, grimmd, vistfræðilegt hrun, spillingu og ójöfnuð. Sannir leiðtogar þess sem heimurinn þarfnast og þess sem ættu að leiða allar þjóðir að því er fram kemur í orðum dómnefndar.

The Sage Awards/ Verðlaun spekingings fékk António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sem viðurkenningu fyrir hugrekki hans, skýran boðskap og óbilandi vinnu að umhverfis- og félagslegu réttlæti. Framsýn forysta hans, samúð og hollusta við að stuðla að friði, réttlæti og mannlegri reisn á heimsvísu var þar viðurkennd. Þykir António sýna þrotlausa viðleitni við að takast á við brýnustu áskoranir heimsins, áhrif og hvatningu til annarra að sjálfbærari framtíð.

Til viðbótar voru Game Changer Honor verðlaunin veitt tískuhönnuðinum Donatella Versace sem viðurkenning fyrir þjónustu hennar og tengsl við LGBTQ+ samfélagið á heimsvísu.Stöðug aðgerðastefna Donatella hefur fellt LGBTQ+ réttindi inn í heim bæði tísku og menningu og hjálpað til við að styrkja borgaraleg réttindi samkynhneigðra og transfólks.

Hún gegnir meðal annars hlutverki sem langvarandi verndari Elton John AIDS Foundation auk stöðu meðstjórnanda The Rocket Fund. Er það herferð til að safna 125 milljónum dala til aðstoðar Elton John AIDS Foundation með það fyrir augum að binda enda á alnæmi fyrir árið 2030. Notar Donatella hvert tækifæri til að berjast gegn mismunun og hatri, en hún hefur gegnum tíðina verið óþreytandi boðberi þess að fjölbreytileiki sé jákvæður þáttur mannlífsins.

Þessi hugsjón er von um betri heim. Heim sem fær okkur til að horfa í kringum okkur og staldra við með von um að gera betur. Gera svo betur og innleiða það erfingjum jarðarinnar.

Áfram við!

Þau Mary Robinsson, Kalpona Atker, Angaangaq Angakorsuaq, John Legend, Bobi Wine, Barbie Kyagulanyi, António Guterres og Donatella Versace þykja öll skara fram úr – hvert á sinn hátt – sem mikilvægt fordæmi leiðtoga komandi kynslóða.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...