Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá æfingum á leikritinu Húsfélagið sem verður frumsýnt þann 15. apríl nk.
Frá æfingum á leikritinu Húsfélagið sem verður frumsýnt þann 15. apríl nk.
Menning 11. apríl 2023

Húsfélagið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélagið Hugleikur var stofnað í Reykjavík það herrans ár 1984 og því elsti starfandi áhugaleikhópur Reykjavíkur, nú á leið inn í sitt fertugasta aldursár.

Nafnið Hugleikur er fengið úr Heimskringlu þar sem konungi nokkrum að nafni Hugleikur er lýst á þann hátt að hann hafi „auðugur verið mjög og sínkur af fé, hafði í hirð sinni alls konar leikara, harpara og gígjara og fiðlara; hann hafði og með sér seiðmenn og alls konar fjölkunnugt fólk“. Litskrúðugur semsé og hressilegur – líkt og leikfélög eiga að vera!

Íslensk frumsamin verk

Leikhópurinn hefur þá sérstöðu meðal íslenskra leikfélaga að þau verk sem fara á svið eru nær öll samin af meðlimum félagsins, auk þess sem umfjöllunarefnið er oftar en ekki sprottið úr íslensku þjóðlífi.

Vitnað er í sögu þjóðarinnar, þjóðsagnaarfinn og gullaldarbókmenntirnar, en einnig stinga nútímalegri verk upp kollinum af og til. Tugi leikrita í fullri lengd og hundruð stuttverka standa eftir hópinn en auk áherslu á íslensk, frumsamin verk hefur söngur og tónlist jafnan sett svip sinn á sýningarnar.

Gaman er því að segja frá því að mörg leikrit félagsmanna hafa verið tekin til sýninga hjá öðrum áhugaleikfélögum um land allt. Leikhópur Hugleiks hefur reynt að þróa sérstakan stíl innan sinna vébanda sem nefndur hefur verið hugleikskur leikmáti eða bara hugleikska – en þó hefur þótt erfiðleikum bundið að skilgreina þann ritstíl og leikmáta. Samkvæmt vefsíðu félagsins kemur fram að skilgreiningin felist í „togstreitu milli hefðar og nýsköpunar eða skerspennum milli nútímalegra spunakenninga og húmanískra leiklausna.“

Árið 2006 fékk leikfélagið Hugleikur viðurkenningu á degi íslenskrar tungu, auk þess sem leiksýningin Rokk var valin athyglisverðasta áhugaleiksýningin 2009- 10 af Þjóðleikhúsinu. Fjórum árum síðar hlaut 30 ára afmælissýning félagsins, Stund milli stríða, sömu viðurkenningu, eða árið 2014. Svo stiklað sé á stóru er áhugavert að geta sýningar leikkonunnar og skáldsins Júlíu Hannam, en fyrir síðustu áramót sýndi Hugleikur stuttverkin „Í öruggum heimi“, nokkra bestu stuttþætti hennar með einvala liði leikara og leikstjóra.

Fertugasta afmælisár Hugleiks

Eins og staðan er núna er formaður Hugleiks, Sesselja Traustadóttir, afar spennt fyrir komandi ári. Styrkur var veittur þeim til handa frá Reykjavíkurborg vegna afmælis- ársins – sem þau eru afar þakklát fyrir og sjá því fram á glaum og gleði árið á enda.

Nú um miðjan apríl, þann 15. nánar tiltekið, frumsýnir Hugleikur verkið Húsfélagið í leikhúsi Kópavogs, Funalind 2, þar sem án efa verður glatt á hjalla, enda fyrsta leiksýning félagsins síðan árið 2019. Aðalpersónur verksins eru þau nafntoguðu Gunnar, Njáll, Bergþóra og Hallgerður ... en þau eru ekki ein í húsfélaginu enda verða á sviðinu tólf persónur ásamt hljómsveit.

Fjallar Húsfélagið, jú, um húsfélag þar sem margar mikilvægar ákvarðanir þarf að taka – af alls konar mismunandi fólki á mismunandi stöðum í lífinu. Meðal annars verður svo ruslaflokkunarsöngur sunginn af hjartans lyst, áhorfendum til skemmtunar og allvíst að sviðið muni iða af lífi.

Dans og söngur eru í stóru hlutverki, sitt lítið af hverju fyrir auga og eyra. Leikstjóri verksins, Gunnar Björn Gunnarsson, beitir þar töfrum sínum, en hann hefur, auk annars, leikstýrt nokkrum áramótaskaupum.

Áætlaðar eru tíu sýningar og má nálgast miða á vef Hugleiks, www. hugleikur.is.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...