Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Listamaðurinn Herdís Arna
Listamaðurinn Herdís Arna
Menning 17. apríl 2023

Með hækkandi sól

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Á dögunum fóru fram vetrardagar Akraness þar sem menning var í hámæli. Boðið var m.a. upp á flotþerapíu, erindi um lífríki borgfirsku ánna, kyrrð og íhugun í Akraneskirkju og karókíkvöld svo eitthvað sé nefnt.

Gestir Akraness nutu því heldur betur örvunar allra skynfæra enda buðu Vetrardagarnir einnig upp á nokkurt úrval sýninga áhugaverðra listamanna. Meðal þeirra var Herdís Arna Hallgrímsdóttir, grafískur hönnuður, sem var við nám og störf á vesturströnd Bandaríkjanna.

Þessi fyrsta sýning Herdísar hérlendis Fyrst vetur, svo vor, var málverkasýning innblásin af komandi vori, blómum framtíðar og hækkandi sól – eins og hún sjálf komstaðorði.Einkenndinokkur hluti verkanna mínímalískan stíl nútímans og gaman að sjá færni listamannsins, sérstaklega í mannamyndum.

Seldist helmingur mynda hennar á Vetrardögunum og verður gaman að fylgjast með þessum upprennandi listamanni. Aðspurð segir Herdís að hún hafi ákveðið að láta slag standa, tekið áskorun um að ganga í það að setja upp sýningu og gekk eftir að húsnæði var auðfengið og því ekkert að vanbúnaði. Fannst henni nauðsynlegt að fagna hækkandi sól eftir langan vetur og sér fyrir sér að næsta sýning verði fyrr en síðar.

Hefur Herdís augastað á Vökudögum Akraness sem haldnir eru í októberlok og ættu þá áhugasamir aldeilis að fylgjast með, þá ekki síst þeir sem langar að gefa persónulegt listaverk í jólagjöf!

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...