Safnasafnið
Safnasafnið, höfuðsafn íslenskrar alþýðulistar á Akureyri, hefur nú til sýninga verk systra frá Galtarey.
Þetta eru þær Guðrún og Sigurlaug Jónasdætur, sem báðar hófu að leggja stund á list á sínum eldri árum. Verk þeirra vísa að mestu í þjóðsögur og svo dagleg störf 19. aldar, enda ber sýning Sigurlaugar heitið „Hversdagslíf“, þar sem má virða fyrir sér málverk daglegs lífs alþýðufólks. Alþýðuminni er svo nafn á sýningu systur hennar, Guðrúnar, sem lagði stund á vefnað, oft á óhefðbundinn hátt, en hún blandaði vefstykkin gjarnan saumi og ullarflóka.
Safnasafnið stendur ofan við Svalbarðseyri og er opið frá 12. maí til 22. september.