128 nýjar plöntutegundir greindar 2018
Á síðasta ári voru greindar 128 æðplöntur sem grasafræðingum var ekki kunnugt um. Auk þess voru 44 áður skráðir sveppir greindir. Margar af þessum plöntum og sveppum eru svo fágætir að tegundirnar hafa þegar verið settar á lista yfir lífverur í útrýmingarhættu.
Meðal plantna er tré í regnskógum Gíneu sem getur náð 24 metra hæð og fékk latínuheitið Talbotiella cheekii. Á ólöglegum plöntumarkaði í Laos fannst áður óþekkt orkidea sem talið er að innihaldi efni sem gætu reynst nothæf í baráttunni við krabbamein. Auk þess sem ný klifurtegund af rótaldininu yam fannst í Suður-Afríku
Það voru grasafræðingar og útsendarar Kew grasagarðsins sem fundu og greindu flestar tegundirnar.