Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
250 milljón tonn af CO2
Fréttir 27. desember 2019

250 milljón tonn af CO2

Höfundur: Vilmundur Hansen

Andfætlingar okkar í Ástralíu hafa undanfarna mánuði barist við gríðarlega runna-, gresju- og skógarelda vegna mikilla þurrka. Reiknuð losun CO2 vegna eldanna eru 250 milljón tonn sem jafngildir um helmingi af árlegri losun álfunnar.

Eldarnir eru mestir í New South Wakes og Queensland og hafa logað síðan í ágúst. Samkvæmt útreikningum er losunin í New South Wakes um 195 milljón tonn og talsvert meiri en í Queensland þar sem losunin er áætluð um 55 milljón tonn. Áætluð heildarlosun í Ástralíu árið 2018 var 532 milljón tonn.

Um 2,7 milljón hektarar af landi hafa brunnið í New South Wakes með geigvænlegum afleiðingum fyrir dýralíf og íbúa svæðisins. Gert er ráð fyrir að eldarnir muni halda áfram þar sem ekki er gert ráð fyrir rigningu á svæðinu á næstunni.

Staðsetning helstu gróðurelda í Ástralíu.

Eldar á gresjum og runnagróðri eru ekki óalgengir þar sem þurrkar eru árlegir og jafnvel nauðsynlegir til að gróður nái að endurnýja sig. CO2 losun við slíka bruna binst yfirleitt fljótt aftur þegar gróðurinn tekur að vaxa á ný.

Öðru máli gegnir um skógarelda þar sem tré eru iðulega lengi að vaxa og getur endurheimt þeirra og binding CO2 í þeim tekið marga áratugi.

Einnig hefur verið bent á að vegna þurrkanna undanfarið hafi dregið verulega úr bindingu gróðurs í Ástralíu á CO2 þar sem vöxtur gróðurs er í lágmarki.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...