Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
250 milljón tonn af CO2
Fréttir 27. desember 2019

250 milljón tonn af CO2

Höfundur: Vilmundur Hansen

Andfætlingar okkar í Ástralíu hafa undanfarna mánuði barist við gríðarlega runna-, gresju- og skógarelda vegna mikilla þurrka. Reiknuð losun CO2 vegna eldanna eru 250 milljón tonn sem jafngildir um helmingi af árlegri losun álfunnar.

Eldarnir eru mestir í New South Wakes og Queensland og hafa logað síðan í ágúst. Samkvæmt útreikningum er losunin í New South Wakes um 195 milljón tonn og talsvert meiri en í Queensland þar sem losunin er áætluð um 55 milljón tonn. Áætluð heildarlosun í Ástralíu árið 2018 var 532 milljón tonn.

Um 2,7 milljón hektarar af landi hafa brunnið í New South Wakes með geigvænlegum afleiðingum fyrir dýralíf og íbúa svæðisins. Gert er ráð fyrir að eldarnir muni halda áfram þar sem ekki er gert ráð fyrir rigningu á svæðinu á næstunni.

Staðsetning helstu gróðurelda í Ástralíu.

Eldar á gresjum og runnagróðri eru ekki óalgengir þar sem þurrkar eru árlegir og jafnvel nauðsynlegir til að gróður nái að endurnýja sig. CO2 losun við slíka bruna binst yfirleitt fljótt aftur þegar gróðurinn tekur að vaxa á ný.

Öðru máli gegnir um skógarelda þar sem tré eru iðulega lengi að vaxa og getur endurheimt þeirra og binding CO2 í þeim tekið marga áratugi.

Einnig hefur verið bent á að vegna þurrkanna undanfarið hafi dregið verulega úr bindingu gróðurs í Ástralíu á CO2 þar sem vöxtur gróðurs er í lágmarki.

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...