Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mótasvæði Sleipnis á Selfossi.
Mótasvæði Sleipnis á Selfossi.
Mynd / Hestamannafélagið Sleipnir
Fréttir 26. júní 2023

45 ár frá fyrsta Íslandsmótinu

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Magnús Benediktsson er einnig framkvæmdastjóri Íslandsmótsins ungmenna og fullorðinna sem fer fram á Brávöllum á félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi daganna 28. júní til 2. júlí nk.

Fyrsta Íslandsmótið í hestaíþróttum var einmitt haldið á Selfossi fyrir 45 árum síðan. „Þá voru skráningar á mótinu öllu 105 talsins og keppt var eingöngu í unglingaflokki og fullorðinsflokki. Í fullorðinsflokkum varð Sigfús Guðmundsson Íslandsmeistari í tölti á Þyt frá Hamarshjáleigu, Trausti Þór Guðmundsson sigraði fjórgang á Svarta-Blesa frá Hindisvík og Reynir Aðalsteinsson stóð efstur á Penna frá Skollagróf í fimmgangi,“ segir Magnús.

Þá var einnig keppt í gæðingaskeiði og þar sigraði Sigurbjörn Bárðarson á Garpi frá Oddstöðum í Lundarreykjadal. „Keppnisvöllurinn frá því á Íslandsmótinu 1978 stendur enn á Brávöllum og er staðsettur á milli húsaraðanna við félagsheimilið. Þá var engin skeiðbraut til, heldur var bílvegurinn eða hesthúsavegurinn bara snúraður upp og nýttur sem skeiðbraut fyrir keppni í gæðingaskeiði,“ segir Sigurbjörn, spurður um þátttöku sína á þessu fyrsta Íslandsmóti sem haldið var.

Ný keppnisgrein – gæðingalist

Á Íslandsmótinu í ár verður keppt í fyrsta sinn í nýrri keppnisgrein Landssam- bands hestamannafélaga, gæðingalist, og því ljóst að krýndur verður Íslands- meistari í gæðingalist í fyrsta sinn á Íslandsmótinu á Selfossi 2023.

„Á mótinu í ár eru einkunnalágmörk í allar greinar mótsins, ólíkt því sem var til dæmis í fyrra, þá voru stöðulistar sem giltu inn á mótið og 30 efstu í hverri grein var boðin þátttaka. Stærð mótsins og fjöldi hesta sem mun taka þátt í mótinu er því óljós eins og staðan er núna en ætti að skýrast á næstu dögum þegar þeim mótum sem gilda inn á Íslandsmót lýkur. Íslandsmótið í hestaíþróttum verður í beinni útsendingu á aðalrás RÚV sunnudaginn 2. júlí og stefnt er að því að sýna frá öllum átta úrslitum mótsins,“ segir Magnús.

Íslandsmótið í hestaíþróttum er einnig síðasta íþróttamótið sem haldið er áður en landslið Íslands í hestaíþróttum verður valið. „Íslandsmótið er síðasta mótið sem knapar hafa til að sýna sig og sanna. Að því loknu verður landsliðið endanlega valið og það verður svo tilkynnt formlega föstudaginn 7. júlí,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, landsliðseinvaldur í hestaíþróttum.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...