Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
584,6 milljónum úthlutað
Fréttir 29. ágúst 2022

584,6 milljónum úthlutað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir skömmu úthlutaði matvælaráðherra 584,6 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls var sótt um styrki fyrir 211 verkefni og hlutu 58 þeirra úthlutun að þessu sinni.

Meðal verkefna sem hlutu úthlutun má nefna: Hringrásarhænur í bakgörðum, Þróun sælkeravöru úr lamba­ og kindaslögum, Markaðsátak í útflutningi á íslensku viský, Nýjar matvörur úr ærkjöti, Bætiefnadrykkir með íslenskum þörungum og Rannsókn á nýtingarhlutfalli og efnainnihaldi lambakjöts og aukaafurða.

Sköpunarkraftur og áræðni

Í tilkynningu matvælaráðuneytisins er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að „sá sköpunar­ kraftur og sú áræðni sem íslenskir matvælaframleiðendur búa yfir sé sérstakt ánægjuefni og sýnir áþreifanlega að Ísland er á réttri leið sem matvælaland. Það gleður mig einnig að sjá að hlutföll á milli kynja eru nær jöfn.“

Fjórir styrkjaflokkar

Bára styrkir verkefni á hugmynda­stigi til að kanna fýsileika, greina eða útfæra hugmynd tengda íslenskri matvælaframleiðslu. Styrkþegar geta verið fyrirtæki sem stofnuð eru á síðustu fimm árum. Einnig frumkvöðlar sem vilja þróa hugmynd, hráefni eða aðferðir sem tengjast íslenskri matvælaframleiðslu. Alls hlutu 23 verkefni að heildarupphæð 60.820.00 króna í þessum flokki.

Kelda styrkir verkefni sem miða að því að afla nýrrar þekkingar sem styður við markmið sjóðsins um nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnis hæfni íslenskrar matvælafram­leiðslu. Alls hlutu 14 verkefni að heildarupphæð 202.300.000 króna í þessum flokki.

Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar. Styrkveitingar miða að því að gefa styrkþegum tækifæri til að móta og þróa afurðir úr hráefnum sem falla til við matvælaframleiðslu og stuðla þar með að verðmætasköpun. Alls hlutu 11 verkefni að heildarupphæð 187.300.000 króna í þessum flokki.

Fjársjóður styrkir verkefni sem hafa það markmið að styrkja markaðsinnviði og stuðla að markaðssókn afurða tengdum íslenskri matvælaframleiðslu. Alls hlutu 10 verkefni að heildarupphæð 134.225.000 króna í þessum flokki.

Hlutverk Matvælasjóðs

Í tilkynningu á vef matvæla­ráðuneytisins segir að hlutverk Matvælasjóðs sé að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar­ og sjávarafurðum.

Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnis­hæfni íslenskra matvæla.

Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðs­sókn á erlendum mörkuðum.

Sjóðurinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í þessum tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga og lögaðila.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...