Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá kynningunni, þar sem Gréta María Grétarsdóttir fer yfir verkefnin sem hljóta styrk úr fyrstu úthlutun Matvælasjóðs.
Frá kynningunni, þar sem Gréta María Grétarsdóttir fer yfir verkefnin sem hljóta styrk úr fyrstu úthlutun Matvælasjóðs.
Mynd / Skjáskot
Fréttir 16. desember 2020

62 verkefni fengu styrk úr Matvælasjóði

Höfundur: smh

Fyrsta úthlutun úr Matvælasjóði var kynnt í beinni útsendingu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í morgun. Alls bárust 266 umsóknir um styrki en 62 verkefni hljóta styrk. Sjóðurinn hafði 500 milljónir til úthlutunar að þessu sinni.

Styrkjaflokkarnir eru fjórir. Flest verkefni eru styrkt í flokknum Bára, sem styrkir verkefni á hugmyndastigi, eða 36. Í flokknum Afurð, sem styrkir verkefni sem eru komin af hugmyndastigi, eru átta verkefni styrkt. Í Keldu eru níu verkefni styrkt, en þar eru verkefni sem miða að því að afla nýrrar þekkingar. Loks hlutu níu verkefni í flokknum Fjársjóði styrki, en þau hafa það að markmiðið að styrkja markaðsinnviði og stuðla að markaðssókn afurða tengdum íslenskri matvælaframleiðslu.

Flestar umsóknir á hugmyndastigi

Alls bárust 126 umsóknir í Báru, 50 umsóknir í Afurð,  48 umsóknir í Keldu og 37 umsóknir í Fjársjóð.

Sjóðurinn var stofnaður í apríl, en hlutverk hans er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Hann verður til með sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS-rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi. 

Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. 

Hluti af öðrum aðgerðarpakka vegna COVID-19

Unnið var að stofnun sjóðsins á síðasta ári en þeirri vinnu flýtt til að bregðast við áhrifum COVID-19.  Var frumvarp um sjóðinn lagt fram á Alþingi í apríl síðastliðnum sem hluti af öðrum áfanga aðgerða til að skapa efnahagslega viðspyrnu við ástandinu.

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu um land allt. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í þessum tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga og lögaðila.

Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Ráðstöfunarfé Matvælasjóðs samanstendur af fjárveitingu af fjárlögum hverju sinni og öðrum tekjum eftir því sem þeim er til að dreifa.  Áætlað er að Matvælasjóður muni hafa 628 milljónir til umráða á árinu 2021 og er stefnt á að opnað verði fyrir umsóknir í mars og að önnur úthlutun sjóðsins verði í maí 2021.

Eftirfarandi er haft eftir Grétu Maríu Grétarsdóttir, formanni stjórnar Matvælasjóðs, í tilefni fyrstu úthlutunar: „Við erum mjög ánægð með viðtökurnar sem sjóðurinn fékk og við getum verið bjartsýn hvað framtíð matvælavinnslu á Íslandi varðar þar sem einstök framtakssemi og hugmyndaauðgi einkenndi umsækjendur. Við fyrstu úthlutun og yfirferð umsókna kom ýmislegt í ljós sem við sjáum að hægt er að bæta úr sem gert verður fyrir næstu úthlutun. Við hvetjum alla sem fengu ekki styrk að þessu sinni til að vinna áfram í sínum hugmyndum enda stutt í næstu úthlutun sem fer fram í vor og stefnum við á að opna fyrir umsóknir í mars. Samhliða ætlum við að bjóða upp á rafrænt námskeið fyrir umsækjendur sem auglýst verður síðar. Einnig mun styrkþegum standa til boða að sækja rafræn námskeið sem munu vonandi auka líkur á að verkefnin náin tilsettum markmiðum.“

Í flokknum Báru eru 36 verkefni styrkt fyrir 97 milljónir króna:

 

FLAK ehf

SJOSA - Fiski og þörungasósur

Freysteinn Nonni Mánason

Fullvinnsla laxafurða á Íslandi: Hvar liggja tækifæri flökunar og hliðarafurða Odda á Patreksfirði

Alejandra Gabriela Soto Hernandez

No-dig Market Gardening

Responsible Foods ehf.

Upcycling Food Waste

Hans Emil Atlason

Sannprófanir á tauganetsaðferð sem greinir fiskamyndir

Eydís Mary Jónsdóttir, Karl Petersson, Hinrik Carl Ellertsson

Sjávarmál

Urta Islandica ehf

Kerfilmjólk

GreenBytes

GreenBytes

Icecal 

Kalkvinnsla úr kúfskel

Jamie Lai Boon Lee

Kraftur úr Hafinu / Seaweed and seafood Provisions

ALGÓ ehf

SÆMETI

Telma Rut Bjargardóttir

Bio-bones

Fiskvinnslan Hrefna ehf

Laxgæti verður til

Sýslið verkstöð ehf

Skógarkerfill - Illgresi eða vannýtt matarauðlind

Steinn Arnar Kjartansson

Leifur Arnar - Smáforrit gegn matarsóun

Emma Charlotta Aermaenen

Könglar

Ólína Gunnlaugsdóttir

Jöklarinn: Orkustykki og snakk úr fjallagrösum, söli og harðfiski

Bragi Arnarson

Upprunarakning á bálkakeðju

GMATT ehf

COD WINGS_ÞORSKVÆNGIR - Verðmætaaukning á vannýttri afurð, kviðugga á þorski

Finnrós ehf

Marea

Nordic Kelp

Afurðir úr Beltisþara

Atli Stefán Yngvason

Vegangerðin

Eimverk ehf

Íslenskt Malt Edik

Embla Dóra Björnsdóttir

Fíflarót - allra meina bót

Hárækt ehf

VAXA Reykjanesi

R&F ehf

Hampur og jarðhiti

Björn A. Hauksson

Kaffi Kóla

Jake Maruli Thompson

Salmon on Seaweed

Víkurskel

Tilraunaræktun á ostrum í landi

Helga Haraldsdóttir

Kandís

Aska Spa ehf

Icewine framleiðsla á Íslandi

Einar Örn Aðalsteinsson

Kjötvinnslu breytt í atvinnueldhús

Brjálaða gimbrin

Ærkjöt - betri nýting

Aldingróður ehf.

Ræktun ætra blóma árið um kring

Syðra Holt ehf

Sauðaostar og sauðaostagerð

Sæverk ehf

Viðskiptaáætlun f. tilraunaveiðar og markaðssetnigu á grjótkrabba

 

Í flokknum Kelda eru níu verkefni styrkt fyrir 157 milljónir króna:

 

Punktur ehf.

Kæling Lýstra Gróðurhúsa

Matís

Greining á hringormum í flökum

Matís

Hákarlsverkun

Matís

Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis

LBHÍ

Mannakorn hafrar

Matís

Streita Laxfiska

Matís

Verðmæt efni úr hliðarstraumum þörungavinnslu

RML

Fundið fé - þróun á framleiðslukerfi í sauðfjárrækt

Síldarvinnslan

Ný þráavarnarefni og stöðuleiki makrílmjöls

 

Í flokknum Afurð eru átta verkefni styrkt fyrir 100 milljónir króna:

 

Marpet ehf.

Heilsumolinn - framleiðsla á heilsusnarli úr síld fyrir gæludýr

ABC lights ehf.

BIRTA - Gróðurhúsalausn

Sandhóll bú ehf.

Þróun íslenskrar haframjólkur

Responsible foods

Umbylting skyrs

Síldarvinnslan

Prótein úr hliðastraumum makríls

Júlía Katrín Björke

Mývatns Spirulina

Norðlenska

Þróun framleiðsluvara byggðum á íslenskum jurtagrunni

BioBú

Heilandi máttur lífrænnar mysu í krukku

  

Í flokknum Fjársjóður eru níu verkefni styrkt fyrir 127 milljónir króna:

 

Jurt ehf.

Markaðssókn Nordic Wasabi á Evrópumarkað

Niceland seafood ehf.

Markaðssetning á frosnum fisk - Framtíð Íslensks sjávarútvegs

Saltverk ehf.

Markaðssókn á sjálfbæru sjávarsalti frá SALTVERK í Bandaríkjunum

Pure Natura

Markaðssókn á fæðubótarefnum unnum úr hliðarafurðum í sauðfjárrækt

SFS

Markaðssókn þorsks á Bretlandsmarkað

Feed the viking ehf.

Þurrkaðar kjöt- og fiskafurðir úr íslenskum hráefnum á Bandaríkjamarkað

Bone & Marrow ehf.

Markaðsetning á heilsumatvælum Bone and Marrow á Íslandi

Verandi

Verandi

Íslandsstofa

Kynning á söltuðum þorski í Suður Evrópu – Kokkaskólar

 

 

Stjórn Matvælasjóð skipa þau Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarkaupstaðar.

Skylt efni: matvælasjóður

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...