Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
90.000 krónur á mánuði með hverju barni
Fréttir 25. október 2022

90.000 krónur á mánuði með hverju barni

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mýrdalshreppur greiðir sérstakar heimagreiðslur til forráðamanna barna sem bíða eftir leikskólavist í sveitarfélaginu.

Einstæðir foreldrar eiga rétt á heimagreiðslu þegar barn nær 9 mánaða aldri en foreldrar í hjúskap eða sambúð þegar barn nær 12 mánaða aldri. Heimagreiðslur eru kr. 90.000 á mánuði með hverju barni. Greiðslur þessar eru endurskoðaðar árlega.

„Nú eru sex börn á biðlista á leikskólanum. Við starfrækjum forskóla við grunnskólann, sem varð til þess að létta nokkuð á biðlistanum og ég er vongóður um að geta saxað á hann á næstu vikum og mánuðum, en það eru þó líkur til þess að það bætist líka fleiri börn við,“ segir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri.

Samband íslenskra sveitarfélaga er ekki með stefnu hvað varðar heimagreiðslur til foreldra sem bíða eftir leikskólaplássi fyrir barn sitt. „Fá sveitarfélög eru með slíkar greiðslur en ég veit að þetta er eitt af því sem mörg þeirra eru að skoða.

Fleiri leggja áherslu á að byggja upp leikskóla og sum sveitarfélög geta boðið leikskóla frá 9 mánaða aldri og allmörg frá 12 mánaða en þetta er risaverkefni,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambandsins, aðspurð um málið.

Skylt efni: Mýrdalshreppur

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...