Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
90.000 krónur á mánuði með hverju barni
Fréttir 25. október 2022

90.000 krónur á mánuði með hverju barni

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mýrdalshreppur greiðir sérstakar heimagreiðslur til forráðamanna barna sem bíða eftir leikskólavist í sveitarfélaginu.

Einstæðir foreldrar eiga rétt á heimagreiðslu þegar barn nær 9 mánaða aldri en foreldrar í hjúskap eða sambúð þegar barn nær 12 mánaða aldri. Heimagreiðslur eru kr. 90.000 á mánuði með hverju barni. Greiðslur þessar eru endurskoðaðar árlega.

„Nú eru sex börn á biðlista á leikskólanum. Við starfrækjum forskóla við grunnskólann, sem varð til þess að létta nokkuð á biðlistanum og ég er vongóður um að geta saxað á hann á næstu vikum og mánuðum, en það eru þó líkur til þess að það bætist líka fleiri börn við,“ segir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri.

Samband íslenskra sveitarfélaga er ekki með stefnu hvað varðar heimagreiðslur til foreldra sem bíða eftir leikskólaplássi fyrir barn sitt. „Fá sveitarfélög eru með slíkar greiðslur en ég veit að þetta er eitt af því sem mörg þeirra eru að skoða.

Fleiri leggja áherslu á að byggja upp leikskóla og sum sveitarfélög geta boðið leikskóla frá 9 mánaða aldri og allmörg frá 12 mánaða en þetta er risaverkefni,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambandsins, aðspurð um málið.

Skylt efni: Mýrdalshreppur

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...