Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eyþór Jón Gíslason mótsstjóri.
Eyþór Jón Gíslason mótsstjóri.
Fréttir 20. júní 2016

Á bilinu 700–800 hross koma fram á mótinu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Þau eru mörg undirbúningsverkin sem inna þarf af hendi fyrir stórhátíð hestamanna. Eyþór Jón Gíslason er mótsstjóri Landsmóts í ár og er þetta frumraun hans í hlutverkinu. 
 
„Mótsstjóri ber ábyrgð á framkvæmd keppninnar og sér til þess að hún fari farsællega fram.
 
Undirbúningurinn hófst snemma og var meðal annars kallað á starfsfólk í mikilvægar stöður, svo sem fótaskoðunarmenn, dýralækna og björgunarsveitir á mótssvæðinu. Um átta hundruð hross koma fram á mótinu og því mikilvægt að vinna vel úr öllum þáttum viðburðarins,“ segir Eyþór Jón.
 
Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Hólum í Hjaltadal til að gera svæðið reiðubúið fyrir stórhátíðina. Eyþór Jón segir því undirbúning mótsins ólíkan því sem gerist og gengur á rótgrónum keppnisstöðum.
 
Við erum að að prófa í fyrsta sinn nýtt mótssvæði og höfum við því lagst vel yfir hvernig best er að stilla því upp, hvar best sé að staðsetja sölutjöld, hvar hver og einn viðburður nýtur sín og hvernig hægt er að vinna sem best með þau mannvirki sem til staðar eru á Hólum.“
 
Þá hefur dagskrá mótsins einnig verið breytt á þann hátt að mótslok eru á laugardagskvöldi í stað sunnudagseftirmiðdags. „Þetta er gert til þess að eiga sunnudaginn fyrir aðra dagskrá en þá verður lögð áhersla á að kynna íslenska hestinn víðs vegar í Skagafirði. Með því vonumst við líka til að umferð frá mótssvæði verði jafnari yfir daginn.“
 
Eyþór segir lykilinn að góðu Landsmóti liggja í því fólki sem mætir til að upplifa hátíðina. „Þarna koma hestamenn saman til að horfa á bestu hross landsins. Gaman er að halda Landsmót á ólíkum stöðum, þá eru þau aldrei eins. Hvert svæði hefur sinn sjarma sem gerir hvert Landsmót einstakt. Þá skiptir veðrið einnig miklu máli. Við getum aðeins vonað að veðrið muni leika við okkur á Hólum í sumar,“ segir Eyþór Jón.
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...