Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ábyrg matvælaframleiðsla í brennidepli
Fréttir 24. maí 2018

Ábyrg matvælaframleiðsla í brennidepli

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Samstarfsvettvangur um Mat­væla­­landið Ísland efnir til ráðstefnu um ábyrga matvæla­framleiðslu og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, fimmtu­daginn 31. maí í Hörpu í Reykjavík kl. 13.00–16.00.

Á ráðstefnunni verður sérstaklega fjallað um hvernig fyrirtæki í matvælageiranum geta tileinkað sér ábyrga framleiðsluhætti, t.d. þegar kemur að minni sóun, hagkvæmni, umgengni við auðlindir, aukinni sjálfbærni, orkunotkun og bættri umgengni við umhverfið.

Tækifæri fyrir íslenska matvælaframleiðendur

Serena Brown, stjórnandi hjá KPMG á Englandi, heldur erindi þar sem hún fjallar um sjálfbæra þróun og tækifæri fyrir íslensk matvælafyrirtæki. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, ræðir um samkeppnisforskot á grunni ábyrgðar og upplýsingagjafar og Einar Snorri Magnússon hjá Coca Cola European Partners segir frá starfsemi síns fyrirtækis í málaflokknum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir hjá SFS segir frá ábyrgum fiskveiðum og í seinni hluta ráðstefnunnar verða sagðar reynslusögur úr ýmsum áttum, m.a. úr landbúnaði, brugggeiranum, iðnaði, hótelrekstri og landgræðslu.


Serena Brown starfar hjá KPMG í London. Hún er yfirmaður sviðs sjálfbærrar þróunar innan fyrirtækisins.

Heimsmarkmið SÞ boða framfarir á heimsvísu

Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eða heimsmarkmiðin, sem samþykkt voru á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 2015, boða framfarir á heimsvísu. Þau snúa að samfélaginu í víðasta skilningi, s.s. framleiðsluháttum, notkun á orku, samvinnu, útrýmingu á fátækt og hungri og eiga að tryggja góða heilsu og vellíðan svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðin eru sautján að tölu ásamt 169 undirmarkmiðum og ber ríkjum heims að ná þeim fyrir árið 2030.

Á ráðstefnunni verður krufið til mergjar hvernig markmiðin snerta íslenska matvælaframleiðslu, allt frá stefnumörkun til aðgerða sem fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld koma að. Leitast verður við að varpa ljósi á tækifæri og áskoranir sem markmiðin hafa á íslenska matvælaframleiðslu.

Að ráðstefnunni standa Bændasamtök Íslands, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Matís, Matarauður Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök iðnaðarins.

Enginn aðgangseyrir er að viðburðinum og hann er öllum opinn. Fundarstjóri er Elín Hirst fjölmiðlakona. Skráning er á vefnum si.is.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...