Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Girðingin ljóta á bakka Norðurár sem alveg má missa sín.
Girðingin ljóta á bakka Norðurár sem alveg má missa sín.
Mynd / HLJ
Fréttir 5. september 2018

Að heyskap loknum tekur næsta verkefni við

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is
Misjafnlega hefur gengið í heyskap víða um land, en flestir eru að mestu búnir með sinn heyskap. Við lok heyskapar hafa margir þann sið að verðlauna sjálfa sig og aðra með einhverju skemmtilegu.
 
Í góðri tíð ferðamannaiðnaðarins spretta upp ýmis fyrirtæki sem bjóða upp á ferðir og afþreyingar af ýmsu tagi, svo mikið er úrvalið að stundum getur verið erfitt að velja. Að brjóta upp hefðbundna vinnudaga er bráðnauðsynlegt að mínu mati og vil ég hvetja fólk til að verðlauna sig og aðra eftir vinnutarnir (ekki bara heyskap heldur líka eins og göngur, sauðburð og fl.). Nóg er í boði af ferðum og afþreyingu sem er góð tilbreytni.
 
Umhverfismál kemur öllum við
 
Umhverfismál eru mörgum hugleikin, en allir vilja vera stoltir af sínu landi og vera umhverfinu til sóma. Fyrir nokkru var ég í göngutúr meðfram laxveiðiánni í Norðurá í Borgarfirði og gekk fram á fremur ófagra sjón að sunnanverðu rétt fyrir neðan fossinn Glanna. Þarna var gömul girðing sem var haugryðguð og hættuleg skepnum sem mætti fjarlægja við fyrsta tækifæri. Einnig fyrir neðan sumarbústaðabyggðina ofar á bakka árinnar var mikill ruslahaugur (sennilega frá framkvæmdum við eitthvert sumarhús). 
 
Ég hef víðar séð svona óþarfa ruslahauga við árbakka og girðingar í niðurníðslu sem hefði þurft að fjarlægja. Allavega stakk það mig að sjá þetta þarna við þessa fallegu laxveiðiá sem er svo vinsæl meðal erlendra veiðimanna og Íslendinga sem þarna ganga og frekar neikvæð landkynning sem mætti laga.
Stutt í smalamennsku og réttir
 
Nú er að koma sá tími að sækja fé á fjöll og þá er ágætt að fara aðeins yfir helstu atreiði gangnamanna. 
Í fyrsta lagi að klæða sig rétt í hálendisferðum, vera í áberandi lituðum klæðum eða öryggisvesti. Eins og svo oft áður vil ég minna á að undirföt úr bómullarefni eiga ekkert erindi á fjöll. Ullarföt eða sambærileg föt sem halda hita þó að þau blotni ætti að vera í fyrsta sæti hjá öllum gangnamönnum. Ullarsokkar (tvennir eða þrennir) eða sambærilegir sokkar sem halda hita á fótum ef viðkomandi blotnar í fætur, einnig t.d. neoprensokkar (uppáhaldssokkar hjá mér). 
 
Svo er það utanyfirgallinn, en gúmmíbuxur og jakki hefur margoft sannað gildi sitt fyrir ófyrirsjáanlegri íslenskri veðráttu. 
 
Einnig vil ég benda á atriði eins og að þegar mannskap er raðað niður á smalasvæði að reyna að koma því við að þeir sem eru með fyrstuhjálparþekkingu séu með mátulega löngu millibili og að sem flestir séu með lítinn skyndihjálparpakka öryggisins vegna, bæði fyrir menn og skepnur.
 
Muna eftir hjálminum á hestbaki og fjórhjólum
 
Fyrir um 10 árum sá maður varla nokkurn mann með hjálm á hestbaki við smölun, en nú er það orðin undantekning að sjá hestamann hjálmlausan í smalamennsku. Mér er það minnisstætt þegar ég tók mynd af smalamönnum koma á hestum á eftir fé að ég kvartaði við eina dömu að hún hefði skemmt myndina mína með hjálmleysi sínu. 
 
Annað hef ég nokkrum sinnum séð á myndum sem vekur óhug hjá mér, en það eru smalar á fjórhjólum sem hvorki nota hjálm né brynju, en hvort tveggja er spurning um líf eða dauða að mínu mati.
 
Gott hefði verið að hafa með  sárabindi til að hlúa að þessum í miðri smalamennsku á Grímstunguheiði fyrir nokkrum árum.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...