Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðfinna Harpa Árnadóttir er áfram formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Myndin er frá formannskjöri 2019.
Guðfinna Harpa Árnadóttir er áfram formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Myndin er frá formannskjöri 2019.
Mynd / smh
Fréttir 27. nóvember 2020

Aðalfundur LS 2020

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda fór fram í gegnum fjarfundarbúnað fimmtudaginn 12. nóvember.  Alls áttu sæti á fundinum 39 fulltrúar.  Fundarstörf gengu vel fyrir sig og er það ekki síst að þakka þeim aðilum sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmda fundarins.  Stjórn LS vill ítreka þakkir til fundarmanna og allra sem að framkvæmd hans komu.

Stjórn LS starfsárið 20202021 skipa Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður, Gunnar Þórarinsson, Einar Guðmann Örnólfsson, Trausti Hjálmarsson og Ásta F. Flosadóttir. Trausti hlaut endurkjör sem fulltrúi í S hólfi og Ásta var kosin ný inn í stjórn í stað Böðvars Baldursson sem fulltrúi í NA hólfi.  Böðvar var að ljúka þeim tíma sem hann mátti sitja í stjórn.  LS þakka Böðvari innilega fyrir hans löngu og farsælu stjórnarsetu og býður Ástu velkomna til starfa. 

Í varastjórn voru kosin Sigvaldi H. Ragnarsson, Hulda Brynjólfsdóttir og Birgir Haraldsson.

Fundurinn var haldinn með breyttu sniði frá því sem verið hefur. Fundarformið var einfaldað og fundartímin n styttur.  Mál voru ekki tekin fyrir í nefndum heldur fóru fram almennar umræður um tillögur sem stjórn lagði fyrir fundinn. 

Félagskerfi bænda

Á fundinum var til umræðu félagskerfi landbúnaðarins og var samþykkt ályktun sem styður við þær tillögur sem Bændasamtökin hafa lagt fram um breytingar á félagskerfi bænda. Sú tillaga byggir á einum öflugum hagsmunasamtökum með beinni aðild félagsmanna og veltutengdu félagsgjaldi.

Eftir umræðu um afkomu sauðfjárbænda var samþykkt tillaga um að vinna að aðgerðaráætlun í samvinnu við stjórnvöld sem byggir á því að efla afkomuvöktun greinarinnar, stuðla að hagræðingu í rekstri afurðastöðva og fara í aðgerðir sem stuðla að aukinni framlegð í sauðfjárbúskap og úrvinnslu sauðfjárafurða.

Ályktað um tollamál

Fundurinn ályktaði um tollamál og er skorað á ríkisstjórn Íslands að taka til endurskoðunar framkvæmd tollverndar íslenskra landbúnaðarvara með því að endurskoða tollasamning við Evrópusambandið, endurskoða úthlutunaraðferð á tollkvótum, rannsaka og gera úrbætur á tollskráningu og eftirliti. Þá leggur fundurinn til að innflutningur á lambakjöti verði bannaður til að neytendur verði verndaðir fyrir svindli á uppruna lambakjöts. 

Talsverðar umræður urðu um niðurskurð vegna riðu.  Í umræðum kom fram að mikilvægt er að vinnu við endurskoðun reglugerðar um útrýmingu á riðuveiki verði flýtt og að tekið verði tillit til þeirrar vinnu þegar gerðir verða samningar við þá bændur sem standa frammi fyrir niðurskurði. Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2020, skorar á ríkisstjórn Íslands að nú þegar verði gerð endurskoðun á reglugerð nr. 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar. Niðurskurður vegna riðu á einstökum bæjum er til hagsbóta fyrir heildina og markmiðið á að vera að fjárhagsskaði eigi ekki að fylgja niðurskurði hjá bændum og bætur eiga að miðast við það. Þá skal bændum sem lenda í riðuniðurskurði vera tryggður talsmaður hjá Bændasamtökunum og/eða RML til aðstoðar við samninga um riðubætur. Jafnframt að sú endurskoðun verði höfð til grundvallar þegar kemur að því að semja um bætur við þá bændur sem nú standa frammi fyrir niðurskurði vegna riðu í Tröllaskagahólfi í ljósi þess að Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtök Íslands hafa ýtt á eftir nauðsynlegri endurskoðun reglugerðarinnar í nokkur misseri.

Fyrirhugað er að aðalfundur 2021 verði haldinn dagana 25.–26. mars 2021 og er stjórn heimilt að flýta fundi eða breyta fundarformi ef þörf krefur.

Unnsteinn Snorri Snorrason

framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...