Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir landbúnaðarstefnuna sem samþykkt var á Alþingi í júní 2023

Landbúnaðarstefnan gildir til 2040 og veitir framtíðarsýn stjórnvalda fyrir íslenskan landbúnað.

Áætlunin samanstendur af tíu eftirtöldum efnisköflum og mismörgum aðgerðum undir hverjum þeirra en alls eru aðgerðirnar 28 talsins; fæðuöryggi, loftslagsmál, líffræðileg fjölbreytni, landnýting og varðveisla landbúnaðarlands, hringrásarhagkerfi, alþjóðleg markaðsmál, neytendur, nýsköpun og tækni, menntun, rannsóknir og þróun og fyrirkomulag stuðnings við landbúnað.

Sjálfbær þróun

Meginmarkmið stefnunnar eru að efla og styðja íslenskan landbúnað og styrkja stoðir hans til framtíðar með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Í tilkynningu matvælaráðuneytisins kemur fram að áætluninni sé ætlað að ná yfir þau verkefni landbúnaðarstefnunnar sem eru á forræði matvælaráðuneytisins og verða í forgangi á tímabilinu. Aðgerðirnar séu ekki settar fram í forgangsröðun heldur er uppröðun aðgerðanna í samræmi við uppbyggingu landbúnaðarstefnunnar sjálfrar.

Tillögur að nýjum aðgerðum

Drög að áætluninni voru í opnu samráði frá 29. febrúar til 2. apríl á þessu ári og bárust alls 15 umsagnir. Þar komu fram tillögur að mörgum nýjum aðgerðum, meðal annars um hringrásarhagkerfið, merkingar matvæla og líffræðilega fjölbreytni.

Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að við gerð áætlunarinnar hafi verið lögð áhersla á að setja fram afmarkaðar og tímasettar aðgerðir með raunhæfri tímaáætlun.

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.