Aðlögunarsamningur í sauðfjárrækt - umsóknarfrestur til 10. september
Samkvæmt aðlögunarsamningum í sauðfjárrækt geta bændur sem hyggjast hætta í sauðfjárbúskap eða fækka vetrarfóðruðum kindum um að minnsta kosti 100 sótt um aðlögunarsamning á árinu 2019.
Með gerð aðlögunarsamnings skuldbindur framleiðandi sig til að fækka vetrarfóðruðum kindum og í staðinn að byggja upp nýjar búgreinar, búskaparhætti eða hasla sér völl á öðrum sviðum meðal annars til þess að stuðla að nýsköpun og náttúruvernd.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins annast afgreiðslu umsókna um aðlögunarsamninga í sauðfjárrækt á grundvelli reglugerðar þar um. Umsóknarfrestur vegna aðlögunarsamninga í sauðfjárrækt er til 10. september næstkomandi og finna má umsóknareyðublöð á heimasíðu Framleiðslusjóðs landbúnaðarins.